Sarpur fyrir júní, 2015

Ég er reyndar frekar trúlaus á hvers kyns yfirnáttúru og hef ekki mikla trú á að nokkur geti séð fyrir um óorðna hluti, að minnsta kosti ekki umfram menntaðar ágiskanir byggðar á þekkingu og skynsemi. Að einhver geti raunverulega séð fram í tímann er eitthvað sem ég hef í öllu falli aldrei fengið staðfest.

Nú sé ég að forsætisráðherra vill meina að hægt sé að kenna grimmum árásum um ýmis heimskuleg ummæli frambjóðenda flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Út af fyrir sig get ég svo sem ekki fallist á að það afsaki hvers kyns bull stjórnmálamanna þó einhver þeirra sitji undir gagnrýni. Það er einfaldlega hluti af starfinu að geta tekið gagnrýni og svarað – ja, eða ætti að vera.

Og þó ég hafi fylgst þokkalega vel með þá tók ég nú ekki eftir neinu sem kalla mætti grimmar árásir, aðeins viðbrögð við undarlegum ummælum.

En aðalatriðið er nú að viðbrögðin, sem kölluð eru grimm, komu eftir að frambjóðendurnir létu eitt og annað miður skynsamlegt frá sér fara.

Þannig að ef þessi ummæli eru réttlætt með viðbrögðunum við þeim.. ja, þá hljóta borgarfulltrúarnir að vera skyggnir.

Skyldu þau hafa haft samband við James Randi??

Kröfuhafar, betri leið?

Posted: júní 18, 2015 in Umræða

Kannski er ég bara að röfla.. annað eins hefur nú gerst.

Og kannski er þetta fáránleg hugmynd.. en stundum er gott að velta upp fáránlegum hugmyndum.

Og kannski hefur þetta verið skoðað og slegið af.eftir vandlega skoðun.

En, svo það sé á hreinu þá á ég engar hagsmuna að gæta, nema kannski minn hluta í betri efnahag.

En ég get ekki gert að því að velta fyrir mér eftir umræðurnar um skatt á flutninga fjármagns kröfuhafa úr landi.. stöðugleikaskatt eins og það heitir víst á nýmáli.

Hefur sem sagt engum dottið í hug að það sé ekki endilega besta leiðin að reyna að koma í veg fyrir flutning fjármagns úr landi að beita boðum, bönnum, skattlagningu og hvers kyns lagakrókum.

Gæti mögulega hugsanlega verið betri leið að búa svo um hnútana að þeir sem eiga þetta fjármagn vilji frekar fjárfesta hér á landi en að koma peningunum eins fljótt og hægt er úr klóm okkar? Gæti jafnvel skilað meiri „hagsæld“ en fyrirhugaðar skatttekjur? Mögulega laðað enn fleiri fjárfesta?

Allir vinir á sautjánda-júní?

Posted: júní 17, 2015 in Umræða
Efnisorð:

Auðvitað væri fínt að hægt væri að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan án deilna og háværra mótmæla.. Ekki svo að skilja að ég sé mikið fyrir svona hátíðisdaga.. en ég skil svo sem þá sem vilja halda honum utan við dægurþrasið.

En vandamálið liggur ekki hjá þeim sem mótmæla. Vandamálið liggur hjá þeim stjórnmálamönnum sem nota hátíðarhöldin fyrir pólitískan áróður. Þegar það er gert, og gert með rangfærslum og rembingi.. þá getur það ekki annað kallað á svör. Eða hvernig dettur mönnum í hug að nota svona dag í ómerkilegan pólítískan áróður – og fyrstast svo við og móðgast ef einhver dirfist að viðra aðrar skoðanir?

Í sjálfu sér eiga stjórnmálamenn ekkert erindi á hátíðarhöldin, forsetinn kannski, þeas. ef við ættum betri forseta.

En ef menn vilja hafa þetta dag sameiningar.. þá er bara að ganga á undan með góðu fordæmi.

Hljómleikar á Gauknum

Posted: júní 13, 2015 in Umræða

Við Fræbbblar spiluðum á Gauknum með Gímaldin og TV Smith. Óneitanlega frekar fámennt, en aðalatriðið samt að þetta voru flottir hljómleikar.

Gímaldin hóf dagskrá kvöldins, verulega flottur gítarleikari og sérstakt efni.

Gaukurinn - Gimaldin

Okkur gekk svo sem mjög vel, Gummi trommari reyndar lasinn, en lét engan bilbug á sér finna.. Helgi mætti og spilaði á bassa – þrátt fyrir að hafa gert ráð fyrir að taka frí. Held að þetta hafi verið með okkar betri kvöldum, reyndar er ég ekki frá því að við séum kannski loksins komin á annað .. það gerist orðið varla lengur að við eigum slæman dag. Gummi trommari á stóran þátt í því, hann einfaldlega klikkar ekki, „rock solid“ ef svo má segja.. og eins munar miklu að hafa Rikka á gítar, ég get leyft mér að sleppa því að spila þegar mér sýnist.

TV Smith lauk svo dagskránni.. ekki ósvipað og í gær, mikill kraftur, mjög gott efni og úthaldið ótrúlegt. Við buðum honum að kíkja með okkur á Forréttabarinn milli „sándtékks“ og hljómleika.. en hann vildi frekar slaka á og fá sér eitthvað lítið snarl á gistiheimilinu. Ég spurði hvort hann þyrfti ekki að borða til að halda út svona langa dagskrá, en nei, hann sagðist bara verða slappur ef hann borðaði mikið..

Forréttabarinn já, ekki má gleyma að við fórum þangað, þeas. við Iðunn, Viktor, Gummi, Assi, Stína og Gavin. Gavin er vinur Júlla og kom gagngert til landsins til að mæta í afmælið hans, hefur komið tvisvar áður, með hljómsveitinni Validators / Activators.

TV Smith í dag

Posted: júní 13, 2015 in Umræða
Efnisorð:,

Breski tónlistarmaðurinn TV Smith spilar á Gauknum í kvöld. Flestir tengja hann við upphafsár punksins á Englandi og hljómsveitina The Adverts, sem átti nokkur þekkt lög og mikils metna stóra plötu.

En það er kannski ekki alveg sanngjarnt. Það er langt síðan og hann hefur gefið út fullt af efni síðan og spilað á ég-veit-ekki-hversu-mörgum hljómleikum – ýmist einn eða í öðrum hljómsveitum. Kannski hafa margir einmitt afskrifað hann vegna tengingarinnar við punkið.

Ég fer nokkuð á hljómleika, bæði „nýja“ og „gamla“ listamenn. Oftast eru þeir „gömlu“ einhverjir sem ég hef hlustað á fyrir einhverjum árum og eru auðvitað misjafnir. En ef það er einhver þráður, eða eitthvað sem ég hef þó „lært“, er að þeir sem enn er að semja og gefa út efni eru yfirleitt miklu betri en þeir sem bara koma saman til að spila gamla efnið sitt. Ég veit ekki af hverju, en það virðist nokkuð góð fylgni þarna á milli.

Það er til dæmis fín hugmynd að skoða nýlegt lag.. „TV Smith, I delete

Júlíus fimmtugur

Posted: júní 12, 2015 in Umræða

Kíkti á stutta kynningu TV Smith á Lucky Records.. gaman að hitta hann og heyra nokkur lög. Fyrrum trommari Adverts mætti á staðinn, sá býr á Íslandi.

Mætti svo í fimmtugsafmæli Júlíusar (Ólafssonar) á Dillon. Júlli hélt auðvitað upp á afmælið að hætti hússins (eða heimilisins) og bauð TV Smith að koma til landsins. Á Dillon spiluðu Caterpillar Men á undan TV Smith.. Caterpillarmen eru flott hljómsveit og engu upp á þá logið, þeas. að þeir gætu hæglega orðið næsta stóra nafnið.

Dillon - Caterpillarmen

TV Smith var flottur, ótrúlegur kraftur, spilaði einn á kassagítar hátt í tvo tíma.. ekki spillir að hann er með mikið af mjög góðum lögum.

Dillon - TV Smith 1

Svei mér þá ef TV Smith er ekki að koma að spila í bænum næstu helgi.

Fyrir þá sem ekki vita hver TV Smith er.. þá var hann „forsprakki“ hljómsveitarinnar The Adverts.

The Adverts áttu nokkur skemmtileg lög þegar punkið stóð sem hæst á Englandi. Ég held að það sé varla gefin út safnplata með lögum frá upphafsárum punksins sem ekki er með Gary Gilmore’s Eyes, sem meira að segja fór nokkuð hátt á vinsældalista.

The Adverts notuðu „One Chord Wonders“ (eins hljóms undur) sem einhvers konar slagorð eftir fyrsta laginu sem þau gáfu út. Fyrsta stóra plata hjómsveitarinner, Crossing The Red Sea, er yfirleitt talin með bestu plötum þessara ára.

Ég hef ekki heyrt í TV Smith einum og sér, séð nokkur skemmtileg videó, en Júlíus nokkur Ólafsson hefur nokkrum sinnum séð hann spila á StrummerCamp tónlistarhátíðinni í Manchester… og rauk til og bauð honum til Íslands.

Ég hef verið að kíkja á nokkrar upptökur með honum og hann er eiginlega helv.. góður.

TV Smith spilar á Gauknum næsta laugardagskvöld. Við Fræbbblar spilum með og sömuleiðis hljómsveitin Gímaldin.

Facebook viðburðurinn er hér.. https://www.facebook.com/events/880074648724650/ og þar eru nokkrar tilvísanir í lög.