ekki frekar en venjulega hef ég vit á að þegja um óvinsælar skoðanir… ég hleraði einmitt óvart ímyndað samtal í gær
Jæja, er ekki nokkuð ljóst hver fær björgunarverðlaunin okkar fyrir desember? Guðmundur vann ótrúlegt afrek þegar hann bjargaði tveimur fjölskyldum úr bráðri lífshættu í brunanum í byrjun desember.
– Jú, þetta er afrek ársins, jafnvel áratugarins þegar einstaklingur á í hlut. Hann sýndi ótrúlega áræðni og útsjónarsemi og það er alveg klárt að það væru að minnsta kosti níu manns komnir í gröfina ef hans hefði ekki notið við. Aðrir stóðu ráðalausir hjá á meðan hann fann leið til að bjarga þeim öllum.
Já, má ég ekki bóka þetta og láta grafa á viðurkenningarskjöldinn?
… nei, nei, bíðið aðeins róleg. Þetta gengur auðvitað ekki. Þetta væri þá tólfti karlmaðurinn sem fær afreksverðlaunin á þessu ári. Þetta gengur ekki. Við verðum að finna konu.
En það var ekkert annað björgunarafrek til að tala um í desember. Hvaða máli skiptir hvort þetta er karl eða kona? Væri hann betur að þessu kominn ef hann væri ekki með…??
– Við bara verðum að horfa á svona afhendingar með kynjagleraugum og passa okkur á að þetta er auðvitað huglægt mat og að við verðum að gæta jafnréttis.
En hann vann lang stærsta björgunar afrek mánaðarins! Árins, ef ekki áratugarins. Er það ekki það sem þetta snýst um?
– Ég geri mér grein fyrir því. En við þurfum að finna konu.
Hvaða konu? Það er ekkert afrek sem kemst nálægt því sem Guðmundur gerði. Þetta fer í sögubækurnar.
– Hvaða þröngsýni er þetta. Má ekki finna einhverja konu sem hvatti hann áfram eða tók á móti þeim sem hann bjargaði?
Það var engin kona á staðnum. Og þó svo væri, fyndist ykkur sú kona betur komin að verðlaununum? Þetta er ljóta ruglið, á ég ekki bara að spyrja hann hvort hann sé til í kynskiptaaðgerð?
– Nei, nei, það telur ekki, hann var karl þegar hann vann afrekið. Ó, þú varst að grínast.
Heldurðu það?? Hver vilt þú að fái verðlaunin? Hvað viltu gera?
– Við verðum bara að forðast neikvæða umræðu og gagnrýni. Það hlýtur að mega finna konu sem hlúði að fugli í kuldanum..
Til hvers að veita svona viðurkenningar fyrir björgunarafrek ef við ætlum ekki að veita þau fyrir björgunarafrek?