Í rauninni hef ég kannski ekkert sérstaklega mikinn áhuga á komandi forsetakosningum og er ekki enn búinn að gera upp hug minn.

Baldur og Jón Gnarr eru báðir mjög góðir kostir en á ólíkan hátt.

Katrín kemur ekki til greina og breytir engu þó margir sameiginlegir vinir og kunningjar beri henni vel söguna. Það gengur einfaldlega ekki í mínum huga að á forsetastóli sitji einstaklingur sem mótaði og var leiðtogi núverandi ríkisstjórnar. Eitt hlutverk forseta er að vera hemil á ríkisstjórn og Alþingi ef til kemur.

Þar fyrir utan hefur hún hunsað afdráttarlausan vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, haldið hlífiskildi yfir spillingu og frændhygli og látið viðgangast að Ísland taki ekki afdráttarlausa afstöðu til mannréttindamála.

Steinunn Ólína kemur til greina, en hefur ekki náð að sannfæra mig um að hún sé betri kostur en aðrir og það hjálpar ekki að hún virðist ekki eiga möguleika.

Halla Tómasdóttir kom ágætlega út úr umræðum (fyrir utan hallærislegt ‘name-drop’) en fyrsta kynningarefni var undarlegt og tal um samfélagsþjónustu bendir ekki til mikils skilnings á hlutverki forseta. Engu að síður, margir vinir mæla sterklega með – það telur, en nægir ekki.

Halla Hrund kemur enn til greina, kannski helst vegna þess að margir vinir mæla með og virðast treysta – en það er einfaldlega heldur ekki nóg til að ég skipti um skoðun. Lopapeysu- harmonikku ímyndin er ekki að virka fyrir mig (svo ég taki nú ekki dýpra í árinni), hún virkaði hálf utan gátta í sjónvarpsumræðum (hef ekki grun um hvert hún var að fara með Vestmannaeyja/Vestfjarðatali) og grein sem hún hefur skrifað hljómar eins og hún sé í framboði til þings frekar en forseta.

Síðan eru tveir minna álitlegir kostir. Annar er lögfræðingur sem virðist ekki geta lesið sér til gagns, ég sé ekki betur en að sé haldinn alvarlegum ranghugmyndum og hefur beinlínis borið lífshættulegan áróður á borð. Hinn er velviljaður og með stórar hugmyndir sem samrýmast varla forsetaembættinu, fer gjarnan fram með miklum flumbrugangi – og þarf nú svolítið til að ganga fram af mér.

Ég veit svo lítil sem engin deili á öðrum – og með núverandi kosningakerfi virðist varla taka því að setja tíma í að kynna sér hvað þeir standa fyrir.

Gervigreind undir fölsku flaggi

Posted: febrúar 26, 2024 in Umræða

Einhvers konar tískufyrirbæri hefur gripið um sig í tölvu- tæknigeiranum, undir nafninu “AI” (Artificial Intelligence”) eða “gervigreind”.

Þetta er amk. ekkert nálægt þeirri hugmyndum sem ég hef af gervigreind, AI, sem ég kynntist aðeins á níunda áratug síðustu aldar.

Þetta er meira einhvers konar handahófskenndur grautur af samsettum skipunum, vinnslu og aðgerðum sem hafa verið að þróast síðustu áratugina.

Ekki misskilja, í sumum tilfellum gagnlegt, í öðrum ævintýralega vitlaust. En þetta hefur ekkert með greind að gera. Og þetta á ekkert skylt við hugtakið gervigreind, látum liggja á milli hluta að eltast við skilgreiningar á því, en í öllu falli afskaplega lítil greind sem kemur við sögu.

Eitthvað til að óttast? Nei, ekki þá nema fólk fari að gefa þessu of mikið vægi.

Þrjú próf fyrir gervigreind áður en ég hef áhyggjur / tek mikið mark.

1) “spjallmenni” fyrirtækja geti svarið einföldum fyrirspurnum, öðrum en að benda á atriði á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis, eigum við að segja eitthvað sem raunverulegur starfsmaður getur svarað á þremur mínútum?

2) Samfélagsmiðlar hætti að dæla fataauglýsingum á mig þegar ég dett þar inn.

3) Sérhæfð kerfi svari ekki spurningu af enn meiri vitleysu og rangfærslum í tíundu tilraun en þeirri fyrstu.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég skil örvæntingu og reiði þegar við horfum upp á saklausa borgara drepna í átökum, hvort sem það eru hryðjuverkaárásir, hefndarárásir eða innrásir.

Og ég játa líka að ég hef kannski ekki mikið af svörum eða ráðum, það eina sem virðist telja við að gera gagn er að styðja hjálparstarf og þrýsta á um alþjóðlegan þrýsting – sem mjakast óendanlega hægt.

Jú, það má hunsa fyrirtæki sem styðja þá sem standa að glæpum, breytir sennilega ekki miklu, nema kannski eigin “vellíðan”.

En ég hef miklar efasemdir um að neita að mæta td. íþróttaliðum sem keppa undir merkjum stjórnvalda sem virðast stunda stríðsglæpi – finnst jafnvel einhvers misskilnings gæta, eins og viðkomandi liðum / þjóðum / stjórnvöldum finnist einhver refsing falin í því að fá gefinn sigur.

  1. Mér finnst vanta skýrar línur um hvar á að draga mörkin. Listinn yfir þjóðir sem sýnast eða sannanlega fremja stríðsglæpi – að ég tali nú ekki um gróf mannréttindabrot – er nokkuð langur.
  2. Það að neita íþróttafólki um að taka þátt í alþjóðlegum mótum verður að vera ákveðið af mótshaldara, Ólympíunefndinni og/eða sérsamböndum eins og FIFA, UEFA.
  3. Þá má ekki gleyma að þetta bitnar oftar en ekki á íþróttafólki viðkomandi þjóða, íþróttafólki sem hefur kannski lítið til saka unnið.
  4. Enn frekar, það að krefjast þess að einstaka lið eða leikmenn gefi leiki og fái jafnvel sektir, leikbönn og verði dæmd frá frekari keppni bitnar á íþróttafólki sem hefur ekkert til saka unnið.
  5. Það er engan veginn sanngjarnt að krefjast þess að einstaka íþróttalið eða fólk neiti að mæta til keppni eftir af hafa verið (svo óheppin að hafa verið) dregin á móti liðum sem koma frá löndum þar sem stjórnvöld stunda morð á almennum borgurum.
  6. Það að neita að spila og gefa leiki gerir ekki annað en að færa stórar upphæðir til þeirra þjóða sem verið er að mótmæla og hleypa þeim áfram á stærra svið.

Nei, ekki spurning um að þora

Posted: október 29, 2023 in Umræða
Efnisorð:

Ég sé að ansi margir eru að dreifa einhverjum samanburði á fólki sem hefur það ekki nægilega gott hér á landi og krefjast þess að hugsað sé um “Íslendinga” áður en við sinnum hælisleitendum.

Það eru samt nokkur atriði sem er gott að hafa í huga.. mig grunar að einhverjir dreifi þessu án þess að hugsa alveg til enda.

Kannski fyrsta hugsun er – ef ég lendi einhvern tímann í þeim aðstæðum að geta ekki búið hér og þarf að sækjast eftir hæli annars staðar, þá vona ég svona sannarlega að þetta verði ekki ráðandi viðhorf sem mæti mér.

En það er líka fínt að hafa í huga að við eigum nóg að peningum til að sinna hælisleitendum OG standa okkur í velferðarmálum.. ef ekki, þá eru hæg heimatökin að sækja meira og/eða lækka önnur og ónauðsynleg útgjöld.

Auðvitað má finna dæmi þar sem einstaklingar lenda á milli liða í kerfinu og fá ekki þá aðstoð sem þarf. Við erum að gera vel, við getum gert betur – en stuðningur við hælisleitendur er ekki það sem hindrar. Eða dettur einhverjum í hug að þetta hafi verið í fullkomnu lagi áður en hælisleitendum fjölgaði?

Það skiptir auðvitað miklu í þessu samhengi að hælisleitendur er sjaldnast “byrði”, flestir eru fljótt farnir að skila sínu til samfélagsins.. og hvort sem er þá er kostnaðurinn varla mælanlegur. Og svo má hafa í huga að tæknilega kemur þetta úr sitt hvorum vasanum, ríkissjóður annars vegar og sveitarfélög hins vegar sinna þessum málum (jú, í samstarfi, en aðallega).

Rosenborgar rökleysan

Posted: ágúst 31, 2023 in Fótbolti, Spjall
Efnisorð:, ,

Ég nefndi í framhjáhlaupi í grein um leik Breiðabliks og KR að mér þætti ekki til fyrirmyndar að keppninautar liðsins reyndu að nýta sér leikjaálag Blika með því að spila fast og leggja leikmenn í hættu. Kannski var þetta ekki meðvitað, kannski sáu liðin tækifæri – en líklegasta skýringin er nú að þetta hafi verið minn misskilningur.

Í framhaldinu hófust umræður við ágæta félaga um hvort það væri íslenskum fótbolta til góðs að stórar fjárhæðir kæmu til íslenskra félaga.

Ég hef svona í mínum gamaldags hugsunarhætti viljað sjá íslenskum liðum ganga vel, sjá íslenskan fótbolta fá tækifæri til að bæta þróun og uppbygginu. Allt hjálpar til við að byggja upp og koma okkur upp á næsta þrep.

Að ég tali nú ekki um að koma upp aðstöðu þannig að íslensk félagslið og landslið séu ekki á endalausum undanþágum til að fá að leika heimaleikina á Íslandi.

Og auðvitað hef ég ákveðnar skoðanir á hvaða félög myndu nýta þetta best.

Það er svo ansi sláandi hversu mikið er staglast á rökleysunni um Rosenborg í Noregi þegar verið er að tala um að það sé ekki „gott“ fyrir íslenskan fótbolta að fá fjármagn til frekari uppbyggingar. Þetta er auðvitað þekkt rökleysa – úr fyrsta hefti rökleysubókarinnar – þeas. taka eitt stakt dæmi og alhæfa út frá því..

Ef einhver vill halda því fram að það sé ekki „gott“ fyrir íslenskan fótbolta að fá inn fjármagn til uppbyggingar þá kalla ég eftir almennum upplýsingum og gögnum sem sýna að fjármagn kemur sér illa fyrir fótboltann í því landi sem það skilar. Ef þær upplýsingar og gögn eru ekki til staðar þá væri ég alveg til í að heyra ekki aftur meira af þessu Rosenborgar tali.

Og á hinn bóginn, ef hægt er að sýna fram á þetta sé skelfilegt fyrir starfið í viðkomandi landi, er þá ekki sjálfgefið að hætta að senda lið í Evrópukeppnir? Eða hætta fyrir riðlakeppni?

Kannski fyrst þurfi nú að skilgreina hvað er „gott“ og hvað er ekki „gott“.

Það sem ég er enn ekki að ná að hugsa eða skilja er, já-ég-myndi-vilja-að-mitt-lið-fengi-svona-peninga-en-það-væri-ekki-gott-fyrir-íslenskan-fótbolta-og-ég-vil-frekar-að-peningarnir-endi-í-öðrum-löndum-en-hjá-keppinautum-míns-félags. Þetta er einhvers konar “ég vil frekar að íslenskur fótbolti staðni og mitt lið geti safnað verðlitlum titlum”. Betra að vera stórt síli í lítilli tjörn en að þora að..

Leikjaálag í fótboltanum

Posted: ágúst 22, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:,

Umræðan um mikið og ójafnt leikja álag í meistaraflokki karla hefur ekki farið fram hjá mér.

Fyrir það fyrsta, þá er engin töfralausn, það eru of margir óvissuþættir og oft margt sem er ekki vitað fyrirfram, td.

  • hvaða liðum kemur til með að ganga vel í Evrópukeppnum
  • hvaða lið detta fljótlega úr bikarkeppninni
  • hvaða lið eiga leikmenn í landsliðum

Ég held samt að það megi geri aðeins betur og auka líkurnar á að leikjaálagið dreifist betur, vonandi gengur það vel í Evrópu á næstu árum að þetta verið raunhæft vandamál.

Fjórar hugmyndir gætu hjálpað til:

  • liðin sem eru í Evrópukeppnum mæti einni umferð seinna í bikarkeppnina en önnur
  • umferðum á Íslandsmótinu verði fækkað um eina (eða fimm), hætta þessari aukakeppni í lokin og annað hvort fara aftur í gamla fyrirkomulagið eða hafa 14 liða deild og tvöfalda umferð – seinni leiðin gæti orðið til að við fáum mikið af ‘tilgangslausum’ leikjum, en það er hvort sem er að gerast með þessari úrslitakeppni
  • stýra umferðatöflunni þannig að liðin sem keppa í Evrópu mætist í sömu umferð og spili sína leiki fyrri hluta móts – þetta er auðvitað á skjön við þá hugmynd að handahóf eigi að ráða dagskránni, en það er hvort sem er farið með stöðugum tilfæringum og frestunum [það má hafa í huga að það er ekkert sem segir að sömu lið þurfi að mætast í "viðsnúinni” umferð]
  • hafa bikar umferðir í landsleikjahléum – jú, gæti komið ójafnt niður á liðunum, en þetta er spurning um forgangsröðun og að finna leið til að minnka “skaðann”

Ég vil hvetja forsvars- og talsfólk ríkiskirkjunnar að viðbættum fyrrum ráðherra að tjá sig endilega sem mest um kirkjuna og trúmál.

Nú er ekkert leyndarmál að ég er ekki trúaður en mér finnst í góðu lagi að aðrir séu trúaðir og tilheyri hverju því trúfélagi sem það vill – bara á meðan það er ekki verið að "abbast" upp á mig og láta mig borga brúsann.

Ég hef tekið þátt í að tala fyrir breyttu fyrirkomulagi og unnið með ýmsum hópum.

En það virðist ekki þörf á þessu lengur.

Talsfólk ríkiskirkjunnar er að skjóta sig í hvern fótinn á "fætur" öðrum og sjálfsagt að láta þau um verkefnið.

PS. Eiginlega liggur við að ég finni til með þeim fjölmörgu sem eru heiðarlegir í sinni trú.

Blikar á Parken

Posted: ágúst 2, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:, ,

Ekki kemst ég á leik Breiðabliks á Parken í undankeppni meistaradeildar Evrópu..

En ég sá haft eftir Óskari Hrafni að það gæfi honum ekki mikið að liðið hafi spilað vel í fyrra leiknum í ljósi þess að leikurinn tapaðist.

Auðvitað má deila um hversu vel liðið hafi spilað þegar það fær svona mörk á sig – og á hinn bóginn nýtir ekki færin betur.

En.. við skulum ekki gleyma að liðið spilið stóran hluta leiksins mjög vel og skapaði talsvert af færum, eiginlega ótrúlegt að skora ekki..

Eina leiðin til að koma íslenskum fótbolta á betri stað er að liðin þori – og geti – spilað fótbolta. Það er ekkert svo langt síðan íslensk lið fóru illa út úr Evrópuleikjum og áttu í besta falli sómasamlega baráttu í tapi í vonlausum leikjum. Breiðablik hefur verið fremst í að þróa íslenskan fótbolta, bæði í karla og kvennaflokki og vonandi fylgja fleiri félög, það eru þegar merki um að árangur Blika skili sér til annarra félaga – og ekki spillir að árangur Blika er að skila fleiri félögum sætum í Evrópukeppnum.

Nú veit ég (auðvitað) ekkert um það hvernig leikurinn fer í kvöld, mögulega gengur allt á afturfótunum og úrstlitin verða óhagstæð.

En, það er alveg möguleiki á að liðið standi sig vel, og vinni jafnvel upp tapið hér heima. Það sem vekur von er einmitt að liðið getur spilað fótbolta á móti “stórum” liðum.

Hitabylgjan sem gengur yfir stóran hluta heimsins með tilheyrandi hrikalegum frávikum á veðri er heldur betur að takmarka þolinmæði mína gagnvart „loftslagsbreytinga-afneiturum“. Hversu æpandi augljósir þurfa hlutir að verða til að hægt sé að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér?

Fólk sem telur stutt kuldakast á einum stað jarðar endanlega afsönnun loftslagsbreytinga en finnst lítið mark takandi á hverju langtíma hitametinu á fætur öðru um allan heim – er auðvitað ekki viðræðuhæft [að því gleymdu að stöku kuldakast styður nú niðurstöður um loftslagsbreytingar ef eitthvað er] og ekki hjálpar yfirlætið sem fylgir þegar viðkomandi telja sig stunda gagnrýna hugsun – og birtir svo máli sínu til stuðnings ljósmynd sem það veit ekkert hvar er tekin, tilvísun í „vísindafólk“ sem það nennir ekki að athuga hvort sé til eða hafi yfirleitt einhverja þekkingu á málinu og toppar auðvitað með JútJúb broti með yfirgengilegum „effektum“ en engu innihaldi.

Ég einfaldlega nenni ekki að hlusta á þetta rugl lengur, það er ekki verið að leita að upplýsingum eða reyna að komast að því hvað sé rétt og hvað standist skoðun. Þetta virðist einhvers konar „keppni“ þar sem það eina sem skiptir máli er að hafi „sigur“ fyrir sinn málstað – allt er leyfilegt og skítt með hvað er rétt og hvað er rangt.

Þannig að ég ætla að taka til á samfélagsmiðlum (neyðist til að gera nokkrar undanþágur) – þetta er ekki í lagi og ég nenni þessu sem sagt ekki lengur.

Hvert eiga þá allir að fara?

Posted: júní 22, 2023 in Umræða

Ég sá í gær tilvitnun í „America, love it or leave it“ slagorðið, sem er auðvitað þekkt rökleysa (*false dilemma“) og notuð til að að reyna að þagga niður í þeim sem vilja nota lýðræðislegan rétt til tala fyrir breytingum. Þetta er svona næsti bær við fasisma, fólk á að sætta sig við stjórnvöld eða þegja.

Sennilega væru Bandaríkjamenn enn að berjast í Víetnam og „Talibana“ hreyfingar þar í landi þyrftu ekkert að vera að rembast við að taka þátt mannréttindi aftur af fólki – þeas. ef fólk hefði gegnt.

Ekki minnkaði undrun mín þegar ég sá að þetta var haft eftir einstaklingi, sem ég er nú ekki oft sammála, en hef virt fyrir að tala fyrir lýðræði.

Það skondna var að þetta var sett fram til að hnýta í talsmann þess að við gerum betur í að taka á móti flóttamönnum.

En ef allir sem ekki eru sáttir við stjórnvöld eiga að fara eitthvert annað og ekkert ríki tekur við flóttamönnum, hver eiga allir þá að fara?