Þegar tveir eða fleiri aðilar deila, þá er ekki alltaf nauðsynlegt að ganga í lið með öðrum (einum) og láta eins og gamaldags fótboltaleikur sé í gangi á gamla Melavellinum. Hrópa (dæla inn á samfélagsmiðla) „Áfram {hinn-eða-þessi}“, deila öllum sem kemur frá viðkomandi og gagnrýna hugsunarlaust allt sem kemur frá hinu liðinu.
Það kemur nefnilega stundum fyrir að báðir (allir) hafa haldið fram rangfærslum, rökleysum og boðið upp á ómálefnalegan málflutning.
Og það er í besta lagi að skoða hvert mál, hvert atriði, hverja fullyrðingu fyrir sig.