Sarpur fyrir júní, 2023

Hvert eiga þá allir að fara?

Posted: júní 22, 2023 in Umræða

Ég sá í gær tilvitnun í „America, love it or leave it“ slagorðið, sem er auðvitað þekkt rökleysa (*false dilemma“) og notuð til að að reyna að þagga niður í þeim sem vilja nota lýðræðislegan rétt til tala fyrir breytingum. Þetta er svona næsti bær við fasisma, fólk á að sætta sig við stjórnvöld eða þegja.

Sennilega væru Bandaríkjamenn enn að berjast í Víetnam og „Talibana“ hreyfingar þar í landi þyrftu ekkert að vera að rembast við að taka þátt mannréttindi aftur af fólki – þeas. ef fólk hefði gegnt.

Ekki minnkaði undrun mín þegar ég sá að þetta var haft eftir einstaklingi, sem ég er nú ekki oft sammála, en hef virt fyrir að tala fyrir lýðræði.

Það skondna var að þetta var sett fram til að hnýta í talsmann þess að við gerum betur í að taka á móti flóttamönnum.

En ef allir sem ekki eru sáttir við stjórnvöld eiga að fara eitthvert annað og ekkert ríki tekur við flóttamönnum, hver eiga allir þá að fara?