Án þess að hafa kannski hugsað alveg til enda..
En smá vangaveltur þegar kemur að því að hugsa hvernig á að kosta vegakerfið.
Er einfaldasta nálgun að skattleggja hjólbarða?
Þetta er greitt óháð tegund eldsneytis, hvar er ekið og mælir þokkaleg vel notkun – stærð dekkja mætti skipta máli.
Svo má reyndar færa rök fyrir því að vegakerfið sé í raun þjónusta við alla, án tillits til hvernig og hversu mikið hver nýtir sér samgöngur – en það er væntanlega önnur umræða.