Sarpur fyrir maí, 2020

Ég er til þess að gera mjög sáttur við núverandi forseta og það hefði þurft mikið að breytast til að ég íhugaði að kjósa einhvern annan fyrir næsta kjörtímabil.

En fyrir utan það og fyrir utan að það er sjálfsagt að taka þátt í kosningum.. þá gefa komandi forsetakosningar okkur ágætis tækifæri.

Mótframbjóðandi forsetans hefur tekið þátt í og staðið fyrir orðræðu og umræðu sem ég hef talsvert mikla skömm á, svo ekki sé meira sagt. Þetta virðist fylgja ákveðinni þróun víða í heiminum og frambjóðandinn virðist ætla að spila á sambærilegan hátt fáfræði kjósenda og tekist hefur annars staðar.

Þannig að þessar kosningar eru frábært tækifæri til að senda skýr skilaboð um að við viljum ekki sjá svona framboð.