Sarpur fyrir nóvember, 2017

Farinn á rétt tímabelti…

Posted: nóvember 26, 2017 in Umræða
Efnisorð:,

Ég nenni eiginlega ekki að bíða eftir að einhverjum starfshópum og rannsóknum og að umræðum ljúki sem sýni að klukkan okkar sé vitlaus… þetta er þekkt staðreynd.

Þannig að ég er farinn á rétt tímabelti og með rétta klukku… tíminn er sem sagt UTC -1:00 – ef einhver vill til að mynda hitta mig á hádegi, biðja um að hitta mig klukkan 13:00 GMT.

Ég sé að þetta tímabelti er stundum kallað „Nóvember“, en er ekki einfaldast að kalla þetta RÍT (réttur íslenskur tími)?

Hverjir eru með??

Eitt mesta stemmingslag frá upphafsárum punk-tímabilsins var lagið If The Kids Are United með Sham 69.

Ég man eftir að fara í fyrsta skipti til London haustið 1978 með Hálfdáni, Hákoni og Stebba. Fyrsta lagið sem við heyrðum þegar við kveiktum á útvarpinu á hótelinu okkar, YMCA við enda Oxford Street, var Sunday Morning Nightmare – Stebbi orðaði það eitthvað á þá leið að nú væri heldur betur búið að „hringja til messu“. Frábært lag, en þetta var bara B-hliðin á lítilli plötu – á hinni hliðinni var aðallagið, If The Kids Are United.

Við hlustuðum talsvert á Sham 69, reyndar aðallega litlar plötur, og við Fræbbblar spiluðum lagið Hurry Up Harry á fyrstu mánuðum ferilsins.

Þegar við tókum svo upp á því fyrir nokkrum árum að minnast upphafsára punksins – meðlimir Fræbbblanna og margra annarra hljómsveita sem voru að spila á þessum árum – þá var If The Kids Are United lokalagið (Fivebellies tóku líka Borstal Breakout).

Sham 69 spila á Gauknum næsta föstudagskvöld, 17. nóvember… við Fræbbblar verðum með, líka Leiksvið Fáránleikans og Roð…

Frábært!

Sham69B