Ég nenni eiginlega ekki að bíða eftir að einhverjum starfshópum og rannsóknum og að umræðum ljúki sem sýni að klukkan okkar sé vitlaus… þetta er þekkt staðreynd.
Þannig að ég er farinn á rétt tímabelti og með rétta klukku… tíminn er sem sagt UTC -1:00 – ef einhver vill til að mynda hitta mig á hádegi, biðja um að hitta mig klukkan 13:00 GMT.
Ég sé að þetta tímabelti er stundum kallað „Nóvember“, en er ekki einfaldast að kalla þetta RÍT (réttur íslenskur tími)?
Hverjir eru með??