Sarpur fyrir nóvember, 2019

Ég sé að útlendingastofnun vísar í nýlegu máli til þess að farið hafi verið eftir verklagsreglum. Ekki svo að skilja að gagnrýni á stofnunina hafi snúið að því að hún hafi brotið verklagsreglur og því svarið svolítið út í hött.

En það vakna aðrar spurningar, sem ég sé ekki að fjölmiðlar hafi fylgt eftir.

Hefði önnur málsmeðferð rúmast innan verklagsreglna stofnunarinnar? Ef svo er þá er fráleitt að vísa til verklagsreglnanna til að skýra málsmeðferðina. Og ef svo er, hver ber ábyrgð á því að ekki var haldið öðru vísi á málum innan verklagsreglna?

Ef þetta var eina mögulega leiðin innan verklagsreglna, hver ber ábyrgð á þessum verklagsreglum? Og er hafin vinna við að breyta þessum verklagsreglum?