Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að skammst yfir dapri þjónustu.
Iðunn, konan mín, átti flug með Wow frá Gatwick á hádegi í dag.. ég forðast orðið að fljúga með þeim ef nokkur kostur er.
Vegabréfið hennar varð eftir á hótelinu eftir nokkur töskuskipti og umpakkanir. Þetta var tæpt en henni var sagt að innritun lyki 11:50. Við ákváðum að reyna og ég brunaði með vegabréfið með Gatwick Express (sem var ekki gefið) og var kominn 11:45. Ég hefði auðvitað ekki reynt hefði ég vitað að innritun lyki fyrr.
Þá voru starfsmenn farnir úr innritun. Okkur var vísð á eitthvert þjónustuborð. Þeir höfðu upp á starfsfólkinu sem sá um innritun, en þau voru farin ‘í pásu’ og nenntu ekki að sinna okkur.
Okkur var bent á að reyna að tala við yfirmann þeirra á flugvellinum, en þar var enginn við..
Ég þarf svo varla að taka fram að það kom ekki til greina hjá þeim að fá far daginn eftir, hvorki frítt né gegn breytingagjaldi. Fullt verð aftur, takk!