Einhver undarlegasta þversögn íslenskra stjórnmála er ákafi Sjálfstæðisflokksins til að auka útgjöld ríkissjóðs þegar kemur að ríkiskirkjunni.
Ef marka má fréttir þá er innanríkisráðherra að fara að semja við ríkiskirkjuna um talsverða hækkun á framlögum ríkissjóðs.
Þetta er einhverra hluta vegna kallað „leiðrétting“ – svona eins og gengið hafi verið á einhvern rétt kirkjunnar. Kirkjan fær nú þegar stærri hluta útgjalda ríkissjóðs en oft áður.
En sem betur fer er til örugg leið til að vinna gegn þessari aukningu útgjalda ríkissjóðs.
Þeir sem enn eru skráðir meðlimir ríkiskirkjunnar geta einfaldlega farið á vef þjóðskrár.