Sarpur fyrir ágúst, 2020

Einkaguð forsetans

Posted: ágúst 18, 2020 in Umræða
Efnisorð:,

Gott og vel,  það þarf auðvitað enga sérfræðimenntun til að átta sig á að þessi sjálfhverfi auli sem ræður ríkjum vestanhafs er gjörsamlega snar klikkaður og í sjálfu sér, og ef út í það er farið, óskiljanlegt að ekki sé búið að setja hann af..

En í ljósi spjallsins sem hann segist hafa hann átt við „guð“ um að „guð“ hafi sagt honum að hann hafi sent Covid-19 á alla heimsbyggðina til að prófa hann sem forseta (nei, nei, hann er alls ekkert sjálfhverfur) þá velti ég fyrir mér hvernig þetta „samtal“ hafi farið fram..

„guð forsetans“: ég þurfti að prófa þig enn frekar þannig að ég drap fullt af fólki út um allan heim til þess eins að prófa þig

Forsetinn: já, stóð ég mig ekki bara vel?

„guð forsetans“: tja, þú varst nú eiginlega að mestu að spila golf

Forseti: já, en þetta er ekkert hættulegt, ég vissi allan tímann að þetta yrði stórhættulegt, þetta er gott fólk sem gengur um með skotvopn og mótmælir því að þurfa að nota grímu, kannski set ég samt sjálfur upp grímu, þetta var fyrri forseta að kenna, það var einhver sem ég þekki ekki sem lokaði mikilvægum stofnunum, og svo var ég ekki alveg viss hver átti að sjá um að stýra

„guð forsetans“: úff, ég sem á að vera alvitur og alsjáandi, ég botna ekki baun í þessu rausi 

Forseti: En það er einhver kona á YouTube sem er búin að finna lækningu

„guð forsetans“: en það eru hátt í 200.000 dánir, af hverju notarðu ekki lækninguna

Forseti: Þetta er nú ekki svo mikið af fólki, sjáðu bara Nýja Sjáland, þar voru 9 manns að greinast með smit

„guð forsetans“: kannski golfið sé ekki slæm hugmynd, en ætli það sé ekki betra að þú einbeitir þér þar, ég skal senda þér nokkrar plágur til að prófa þig, spurðu bara reynda golfleikara..