Fullt af fólki heldur að það að „afnema“ verðtryggingu leysi bókstaflega öll heimsins vandamál, „lækni“ skalla, komi á friði í mið-austur-löndum og losi okkur við Trump.
Það hefur lengi verið sagt [réttilega] að lottó, happdrætti, getraunaseðlar séu skattur á fólk sem kann ekki að reikna. [ég kaupi oft lottómiða, getraunaseðla og happdrætti – styrki gott málefni og hef gaman af að fylgjast með úrslitum – en ég geri mér engar vonir um að vinna].
Á sama hátt er ákveðin kvöð á fólk sem kann ekki að reikna þegar kemur að þjóðfélagsumræðu að halda að það bjargi einhverju að „afnema“ verðtrygginguna.
Alls kyns undarlegar kenningar hafa komið fram, fólk gengur meira svo langt að kalla þær „staðreyndir“. Það hjálpar ekki að kenningarnar eru þvers og kruss – mótsagnakenndar og ganga einfaldlega ekki upp.
Fyrir ekki svo löngu fékk maður mikla athygli í helstu fjölmiðlum, í boði hagsmunasamtaka heimila.. sem kunni ekki muninn á margföldun og samlagningu.
Þegar búið var að hrekja flestar bábiljurnar komu einhverjar kenningar um að verðtrygging væri verðbólguhvetjandi. Skoðum þetta aðeins.
Gefum okkur þrjá einstaklinga – Anna, Bjarni og Dísa – sem öll eru með þúsund kórónur í árslaun árið 1. Anna kaupir sér íbúð fyrir 5 þúsund kórónur og tekur verðtryggt lán fyrir öllum herlegheitunum. Anna borgar eitthvað nálægt 300 kórónum á ári af íbúðinni, lifir til þess að gera sparlega, neysla er að öðru leyti 650 kórónur og hún á 50 kórónur eftir. Og Anna notar einmitt þessar 50 kórónur til að kaupa flug og hótel í jólaferð.
Bjarni er á svipuðum nótum, neyslan er svipuð – en hann tók lán með breytilegum vöxtum fyrir sinni íbúð og fór með Önnu í sömu jólaferð.
Dísa lætur sér aftur nægja að leiga fyrir 200 kórónur á ári, en lifir eitthvað hærra, neyslan hjá henni er 750 kórónur og á einmitt líka 50 kórónur eftir til að fara með Önnu og Bjarna um jólin.
Ef verðbólgan er engin þá er verðtryggingin engin, breytilegu vextirnir eru óbreyttir og ef launin standa í stað þá eru þeir í sömu stöðu árið 10.
Ef verðlag hefur hækkað um 50% á fyrstu tíu árunum og laun hafa hækkað í takt – þá eru þau með 1.500 kórónur í laun, Anna borgar 450 kórónur af láninun á íbúðinni, sem hún getur núna selt fyrir 7.500 kórónur, Dísa borgar 300 kórónur í leigu. Og vegna þess að Bjarni tók lán með breytilegum vöxtum þá borgar hann einmitt 450 kórónur líka. Vegna verðbólgunnar er neysla Önnu og Bjarna komin í 975 kórónur og neysla Dísu er komin 1.125 krónur. Ferðin þeirra hefur líka hækkað um 50% og kostar núna 75 kórónur. Og ótrúlegt en satt, þau eiga einmitt 75 kórónur eftir í jólaferð.
Verðtrygging er sem sagt ekkert vandamál.
Stundum er misgengi launa og verðlags og jafnvel íbúðaverðs vandamál.
Gefum okkur að launin þeirra hafi bara hækkað upp í 1.450 kórónur á ári. Verðtrygging hækkar lán Önnu umfram greiðslugetu og hún á bara 25 kórónur eftir. Breytilegu vextirnir á láni Bjarna hækka í takt við verðbólguna, og hann á bara 25 kórónur eftir, sennilega eitthvað minna því breytilegu vextirnir eiga það til að hækka meira en því sem verðbólgu nemur. En, Dísa, sem ekki er með neitt verðtryggt lán á nefnilega samt bara 25 kórónur eftir.
Vegna þess að verðtrygging er heldur ekki vandamálið.. heldur misræmi verðlags og launa. Og það gildir jafnt fyrir þá sem eru með verðtryggð lán, þá sem borga breytilega vexti og þá sem eru ekki með nein lán.
PS. jú, fastir vextir eru möguleiki, en ekki í boði í efnahagsumhverfi með svona verðbólgu nema þá fáránlega háir.
Líkar við:
Líka við Hleð...