Um mig

Fjölskylda

Við Iðunn giftum okkur 1983 og eigum þrjú börn, Alexöndru Briem (1983), Guðjón Heiðar (1985) og Viktor Orra (1989).  Fyrsta barnabarnið kom 2019, Jónatan Edvard, sonur Guðjóns og Elinu. Foreldrarnir voru Guðjón Kristinsson (1920-1998) og Pollý Sæmundsdóttir (1917-2008) og systkinin eru Eygló (1946) og Kristinn (1947).

Vinna

Ég vinn við hugbúnaðargerð.

Áhugamál

En áhugamálin eru nokkuð mörg. Ætli það sé ekki rétt að nefna tónlistina fyrst sem fær mesta athygli í gegnum Fræbbblana. En matargerð, vín, fótbolti, bjór, lestur, kvikmyndir, skák, bridge, póker og stöku sinnum golf fá sinn tíma.

Ég hef spilað fótbolta á hverjum mánudegi yfir veturinn frá 1998 með Postulunum, sem eru að sjálfsögðu ekki hópur sem tengist trú á nokkurn hátt. Ég spilaði með yngri flokkum Breiðabliks – eða sat á bekknum að mestu leyti – og er enn Bliki. Og gat ekki leynt ánægjunni með fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaflokki.

GoutonsVoir er matarklúbbur sem kann ekki á dagatal og annar matarklúbbur tengist fyrrum samstarfsfélögum frá RÚV… Sambindið er svo félagsskapur nokkurra vina nánast frá því í barnaskóla.

Tónlist

Meðlimur Fræbbblanna 1978-1983 og frá 1996.

Þess á milli með:

  • mamma var rússi frá 1986-1987 með Stefáni, Árna Daníel, Arnóri, Tryggva, Þorsteini, Iðunni, Brynju og Kristínu.
  • Fitlarinn á bakinu 1983 með Baldri, Helga, Kára og Tryggva.
  • Dónar svo bláir 1989 með Stefáni, Arnóri og Kidda 1989-1989.
  • Glottt frá 1988-1996 með Stefáni, Ellert, Arnóri, Kristni, Tryggva, Iðunni, Hjördísi, Brynju og Kristínu.

Önnur áhugamál

Í matar- og vín félagskapnum Goûtons voir frá upphafi.

Meðlimur Sambindisins frá upphafi, 1983.

Stofnandi fótboltahópsins Postulanna 1998, við spilum fótbolta alla mánudag yfir veturinn.

Hef aðeins teflt, verið í Bridsfjelaginu, Hróknum, TR og meira að segja Haukum, og teflt fyrir þau flest (eða öll) í deildakeppninni. Skákstigin voru 1610 síðast þegar ég vissi.

Bridgefélag svo sem ekkert og aðeins eitt gullstig.

Ég æfði fótbolta með yngri flokkum Breiðabliks 1973-1975, var með þriðja flokki sem vann Íslandsmótið 1975.

Seinni tíma afskipti af fótbolta fólust í að sitja í stjórn og meistaraflokksráði knattspyrnudeildar Breiðabliks 1993-1996.

Var í Golfklúbbi Bakkakots 1992-1994 og 2004-2006, forgjöfin ekki gefin upp að sinni.

Byrjaði að æfa Karate hjá Breiðabliki 2012, brúnt belti komið.

Kvikmyndir

Aðstoðarleikstjóri við Óðal feðranna.

Lék í myndum Hrafns Gunnlaugssonar, „Okkar á milli í hita og þunga dagsins“ og „Hrafninn Flýgur“.

Kom (óhjákvæmilega) fram í „Rokk í Reykjavík“ og „Pönkið og Fræbbblarnir“

Skóli og vinna

Kópavogsskóli 1966-1972, Víghólaskóli 1972-1975, stúdent frá MK 1979, tölvunarfræðinám við HÍ 1979-1981.

Sumarstörfin, með skóla, voru hjá Útvegsbankanum, Málningu og Bílalökkuninni 1977-1982.

Vann hjá VKS 1983-1992, sjálfstætt 1993-1996, hjá Kuggi 1997-2006, seinni hlutar árs 2006 hjá Símanum, hjá Anza frá ársbyrjun 2007, aftur til Símans í júlí 2007 og svo til Staka í ágúst 2008. Staki flutti sig svo til Deloitte 2016. En frá 2017 hef ég starfað sjálfstætt við hugbúnaðargerð.

Tengingar

Ég nota Facebook mismunandi mikið og helst til skrykkjótt, Twitter minna, en er samt alltaf að reyna.

Ljósmyndirnar eru á Flickr og eitthvað af lifandi myndum á Vimeo og YouTube – aðallega Fræbbblar og efni sem er væntanlega óspennandi fyrir aðra en okkur.

Athugasemdir
  1. […] og spilaði á gítar í Fræbblunum. Fyrir áhugasama má fylgjast með honum á bloggsíðu hans hér. Um Postulana má hins vegar fræðast á sérstakri vefsíðu þar sem mörkum hvers og eins, […]

    • Gylfi Þór Orrason skrifar:

      Sæll Valgarður og takk fyrir að hafa nennt að lesa grein mína á fotbolti.net. Þar sem ég er einn af þeim „nördum“ sem ekki nota facebook þá fann ég þessa leið eina til þess að hafa samband við þig.

      Eins og fram kemur í fyrirsögn greinar minnar þá fjallar hún ekki bara um VAR. Eins og þú bentir réttilega á, og ég vissi, þó það væri kannski óskýrt í samhengi greinar minnar, þá taldi ég dómarann einfaldlega hafa gert mistök þegar Griezmann fór niður og fékk sína „ódýru“ aukaspyrnu. Þar var ég ekki með VAR í huga.

      Almennt finnst mér knattspyrnuaðdáendur hafa verið ánægðir með frammistöðu dómaranna í HM2018, en í mínum huga stemmir það illa við að tvö af fjórum mörkum Frakka í sjálfum úrslitaleiknum hefðu ekki átt að standa. Griezmann hefði ekki átt að fá aukaspyrnuna (og þar mátti VAR hvergi koma nærri) og í 2-1 markinu þá var ekki farið eftir „VAR protocol“ (bls 139 í ensku útgáfu laganna). Enda var þetta aldrei hendi.

      En, aftur. Takk fyrir athugasemdina.

      Mbk,
      GÞO

      • Takk, já, sé að ég hef misskilið samhengið, aðalfyrirsögnin á forsíðunni benti til að þetta væri eingöngu um myndbandstæknina – laga athugasemdina. En ég er ánægður með VAR á HM, þrátt fyrir að eitthvað eigi eftir að slípa betur til – mér finnst það hafa dregið úr leikaraskap og tilraunum til að blekkja dómara. Og má ekki halda því fram að vítið hafi verið mistök dómara? Þeas. ekki beinlínis tækninni að kenna, þeas. dómarinn fékk gott sjónarhorn og hefði átt að meta..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s