Sarpur fyrir ágúst, 2015

Við Fræbbblar gefum út nýja plötu í dag, Í hnotskurn. Fyrsta platan sem við gefum út síðan 2004. Einhver stök lög hafa reyndar dottið í sölu á vefsíðum og eitt á safnplötu Dr. Gunna.. Snarl IV.

Við áttum eitt lag, „Bugging Leo“ frá upptökum 2011 sem Friðrik Helgason tók upp að grunni, Arnór Sigurðsson tók upp söng og hljóðblandaði með Jens Hanssyni. Lagið kom út á Snarl plötu Dr. Gunna í fyrra.

Í raunninni var þetta þriðja tilraun til að taka plötuna upp. Við fórum í Stúdíó Friðriks og Jóhanns 2011 og tókum upp slatta af grunnum, um 15 lög. Vorum ekki alveg sátt, eflaust spilaði eitthvað inn í að Helgi tók upp á að fótbrjóta sig rétt fyrir upptökur. Við reyndum aftur um ári seinna, en aftur vorum við ekki sátt. Nokkur lög fóru þó í vefsölu, ýmist kláruð þarna eða í Stúdíó Baron hjá Rikka.

Svo er þetta búið að hanga yfir okkur í þrjú ár, komum ekki í verk að semja neitt nýtt, fannst við þurfa að klára þetta áður en við færum að bæta við. Við ákváðum svo í vor að gera eina tilraun enn, fækka lögunum og vera kannski betru æfð. Við létum „Bugging Leo“ vera og notuðum óbreytt. Friðrik var hættur með stúdíóið og við ákváðum að fara topp stúdíó..Sýrland varð fyrri valinu og Sveinn Kjartansson sá um upptökur.

Við tókum flesta grunnana á nokkrum tímum, bættum 3 grunnum við daginn eftir og spiluðum nokkra gítara. Sveinn Kjartansson sá um þessar upptökur í Sýrlandi. Ríkharður (gítarleikari) tók svo lögin til frekari skoðunar, upptöku á söng og einstaka gítar sem hafði misfarist. Ríkhaður sat svo dögum saman og gerði grunn hljóðblöndun áður en við mættum aftur til Svenna í Stúdíó Sýrland að ganga frá hljóðblöndun og endanlegu hljóði („masteringu“). Sýrland framleiddi svo nokkra geisladiska fyrir okkur, Palli sá um það verkefni.

Platan kemur í búðir seinni part dags, amk. í plötubúðunum Lucky RecordsSmekkleysu og 12 tónum og á vefsíðunum tonlist.is og Synthadelia. Vonandi bætast fleiri við fljótlega.

Til þess að gera fáir geisladiskar voru framleiddir og verða til sölu í bestu plötubúðunum.

En tólf lög, öll frumsamin.

Forsíða

datt inn um bréfalúguna hjá mér um daginn, svona til kynningar, heitir „Controlling the world from my bed“.

Alltaf gaman að fá nýja tónlist, ég geri reyndar allt of lítið af því að bera mig eftir nýjunum þessa dagana. Eins og gengur er efni sem dettur inn mis gott – og jafnvel þó það sé gott, mis mikið fyrir minn (stórskrýtna) smekk.

En Casio Fatso komu ánægjulega á óvart.. skemmtilegt „sánd“, kannski sérstaklega gítararnir, flott lög og fínn „character“ (hvað sem ég svo aftur meina með því).

En, enn sem komið er einn af bestu diskum ársins og á eftir að vera á spilunarlistunum („playlistum“) mínum.