Í kjölfar morðanna í Bandaríkjunum í síðustu viku keppast heittrúaðir kristnir við að birta gamla klisju og nemanda sem spyr guðinn hvers vegna hann hafi ekki komið nemendum til bjargar og guðinn svarar að hann hafi því miður verið útilokaður frá skólum.
Ég veit svo sem alveg að þetta er ómerkilegur áróður og þeir sem dreifa þessu vita alveg betur.
En skoðum aðeins.
„Guðinn“ er almáttugur, en samt getur hann ekki blandað sér í atburði innan veggja skóla vegna þess að ekki má tilbiðja hann þar.
Er „Guðinn“ svo aumur að það eitt að ekki megi tilbiðja hann í skólum þá getur hann ekki aðstoðað þá sem á hann trúa?
„Guðinn“ er ekki bannaður frá heimilum, en einhver dæmi eru nú um ofbeldisverk innan veggja heimilanna.
„Guðinn“ er nú svo ekki einu sinni ekki bannaður í kirkjum í Bandaríkjunum, en samt hefur verið níðst á börnum þar í gegnum tíðina, áratugum ef ekki öldum saman. Og jafnvel eru nú dæmi um skotárásir í kirkjum.
Er þetta virkilega guðinn ykkar?? Ég held / vona ekki. Ég held að þetta sé vanhugsað og frekar ómerkilegt áróðursbragð.
Þannig að svona hafið í huga áður en þið setjið þetta næst inn á Facebook eða blogg eða aðra samfélagsmiðla… þeir sem lesa þetta hugsa ekki, „já, kannski væri nú rétt að leyfa trúboð í skólum“, flestir hugsa „mikið skelfilega er þetta aumkunarverður útúrsnúningur og svakalega er þetta máttlaus og lélegur guð sem þið trúið á – ekki vil ég tilheyra svona trúarbrögðum“.