Ef svo ólíklega skyldi vilja til að það fari eitthvað á milli mála þá styð ég Skúla Helgason í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Smá bakgrunnur… ég finn mig hvergi á einhverjum pólitískum áttavitum, „vinstra“ fólk kallar mig „hægri“ sinnaðan og öfugt.
Að grunni til vil ég afskipti ríkisins í lágmarki og tel verkefni að öðru jöfnu betur komin í hendur einkaaðilum… það vantar auðvitað mikið á að umhverfið sé í lagi til að þetta virki nægilega vel en það er önnur umræða.
Hins vegar eru ákveðin atriði sem þarf að tryggja að séu í lagi, menntun, heilbrigðiskerfið skipta þar mestu máli. Ekki bara vegna þess að ég vil búa í þjóðfélagi sem leggur áherslu á menntun og heilsu – sem er alveg nægilega góð ástæða – heldur er einfaldlega mjög þjóðhagslega hagkvæmt að hafa þessi atriði í forgangi … svona fyrir þá sem þurfa að reikna alla hluti til enda á „hagfræðinótum“.
Hægri / vinstri skiptir mig engu… ég styð fólk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli og kemur hlutunum í verk.
Þess vegna styð ég Skúla Helgason.