Ég hef ekkert á móti áhugaverðum og undarlegum skoðunum.
En…
Það er ekki „skoðun“ að jörðin sé flöt, loftslagsbreytingar séu ekki af mannavöldum eða að bólusetningar valdi einhverfu. Þetta er blanda af afneitun, fáfræði og jafnvel óskhyggju. Og það hættuleg blanda.
Það er heldur ekki „skoðun“ að ákveðnir kynþættir eða LGTB (svo ég stytti nú með skammstöfun upp á útlenskuna) séu öðrum betri eða æðri eða verra eða óæðri. Í þessu tilfelli er aftur um að ræða einhverja blöndu af fáfræði, minnimáttarkennd, græðgi og hreinræktaðri mannvonsku.
Ég tel mig hafa talsverða þolinmæði og jafnvel áhuga á fjölbreyttum og undarlegaum skoðunum. En fyrir alla muni ekki rugla fáfræði, afneitun, óskhyggju, græðgi, minnimáttarkennd og mannvonsku við skoðanir.