Sarpur fyrir nóvember, 2022

HM, RÚV og heimamenn – áskorun

Posted: nóvember 17, 2022 in Íþróttir, Umræða
Efnisorð:

Það er óneitanlega ömurlegt að fylgjast með hvernig HM í knattspyrnu karla fer fram þetta árið.

Margir ætla, kannski eðlilega, sleppa því að horfa á keppnina í sjónvarpi. Ég er ekki alveg að átta mig á því hvort það breytir miklu úr þessu, heimamenn eru væntanlega búnir að fá það sem þeir ætluðu sér.

En svona til að létta okkur áhorfið sem erum enn að hugsa um að horfa.. þá vil ég skora á RÚV að nefna ekki mótsstaðinn, hvorki borgir né land einu orði allt mótið og sleppa öllu kynningarefni frá mótshöldurum.

Það eru nokkrar spurningar sem þarf að spyrja í framhaldi af skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Eflaust hefði mátt spyrja þessara spurninga fyrr en það breytir því ekki að það er nauðsynlegt að fá svör.

  1. Hvaða forsendur lágu að baki þeirri ákvörðun að vilja dreifa eignarhaldi? Eru þetta einhverjar kenningar studdar rannsóknum og/eða gögnum? Eða hreinlega hjávísindi, flökkusögur og/eða það sem var kallað „kerlinga“bækur þegar ég var yngri? – Þetta er í öllu falli örugglega ekki list.
  2. Ef markmiðið var að ná dreifðu eignarhaldi á kostnað hæsta verðs, hvernig var að skilgreint? Hversu margir þurftu að kaupa og hver var lágmarkshlutur þeirra?
  3. Og ef markmiðið var dreift eignarhald, ekki bara dreifð sala, hvers vegna voru ekki sett skilyrði um að ekki mætti selja innan ákveðins (frekar langs) tíma?
  4. Og hver voru skilyrðin fyrir að vera metinn hæfur fjárfestir. Eða réttara sagt (það virðist staðfest að engar skilgreiningar hafi legið fyrir) hvers vegna voru ekki skýrar skilgreiningar settar áður en farið var af stað? [nei, þetta er heldur ekki „list“].

Svo því sé haldið til haga þá er ég alls ekki á móti sölu ríkiseigna, en þó svo væri, þá kemur það þessum spurningum ekkert við.

Og það má vel vera að það hefði mátt spyrja fyrr, það má vel vera að stjórnarandstaðan hefði mátt gera athugasemdir – en það afsakar ekki þessi vinnubrögð og það svarar ekki þessum spurningum.

Því ef hluturinn var seldur á afslætti án gildrar ástæðu og án skilgreindra markmiða og án þess að skilgreina kaupendur.. þá er hefur ríkissjóður misst af talsverðum fjármunum.