Það er óneitanlega ömurlegt að fylgjast með hvernig HM í knattspyrnu karla fer fram þetta árið.
Margir ætla, kannski eðlilega, sleppa því að horfa á keppnina í sjónvarpi. Ég er ekki alveg að átta mig á því hvort það breytir miklu úr þessu, heimamenn eru væntanlega búnir að fá það sem þeir ætluðu sér.
En svona til að létta okkur áhorfið sem erum enn að hugsa um að horfa.. þá vil ég skora á RÚV að nefna ekki mótsstaðinn, hvorki borgir né land einu orði allt mótið og sleppa öllu kynningarefni frá mótshöldurum.