Sarpur fyrir janúar, 2023

Biskup og grundvöllur trúarinnar

Posted: janúar 6, 2023 in Trúarbrögð, Umræða
Efnisorð:

Mér er svo sem ekkert sérstaklega illa við núverandi biskup, held svona að þar sé ágætur og vel meinandi einstaklingur sem hefur tekið að sér vonlaust verkefni og ekki bætir úr skák (!) að farast einstaklega illa úr hendi að reyna.

Í nýlegu viðtali – sem byggir reyndar á núll-bendils villu, sem forritarar reka strax augun í – þá segir biskup að guð ekki misvitrir mennirnir ákveði að kirkjan verði áfram til með sínum söfnuðum.

Nú er ég ekki guðfræðingur, eiginlega langt frá því, en stangast þetta ekki alveg á við grunn hugmyndir kristninnar?

Ef guðinn ákveður þetta, hvers vegna er ekki allt mannkyn í kristnum söfnuði? Hvers vegna voru ekki kristnir söfnuðir löngu fyrir tíma krists? Og hvers vegna þurfti guðinn að koma sjálfur „til manna“, láta menn pína sig til eins að geta fyrirgefið þeim?