Posts Tagged ‘biskup’

Biskup og grundvöllur trúarinnar

Posted: janúar 6, 2023 in Trúarbrögð, Umræða
Efnisorð:

Mér er svo sem ekkert sérstaklega illa við núverandi biskup, held svona að þar sé ágætur og vel meinandi einstaklingur sem hefur tekið að sér vonlaust verkefni og ekki bætir úr skák (!) að farast einstaklega illa úr hendi að reyna.

Í nýlegu viðtali – sem byggir reyndar á núll-bendils villu, sem forritarar reka strax augun í – þá segir biskup að guð ekki misvitrir mennirnir ákveði að kirkjan verði áfram til með sínum söfnuðum.

Nú er ég ekki guðfræðingur, eiginlega langt frá því, en stangast þetta ekki alveg á við grunn hugmyndir kristninnar?

Ef guðinn ákveður þetta, hvers vegna er ekki allt mannkyn í kristnum söfnuði? Hvers vegna voru ekki kristnir söfnuðir löngu fyrir tíma krists? Og hvers vegna þurfti guðinn að koma sjálfur „til manna“, láta menn pína sig til eins að geta fyrirgefið þeim?

Þegar biskup kvartar undan einelti..

Posted: janúar 3, 2018 in Umræða
Efnisorð:, ,

Það er í tísku að svara málefnalegri umræðu með því að hjóla annars vegar í þá sem gagnrýna og hins vegar að reyna að mála þá sem þurfa að svara fyrir málefnalega gagnrýni sem einhvers konar fórnarlömb.

Nýlega hækkuðu laun biskups langt umfram launaþróun. Þegar samningsómyndin um laun presta var gerður (1997) voru laun biskups 262.400 og launavísitala 157,9. Launavísitala í ársbyrjun 2017 var 592,4 og hefðu laun biskups því átt að vera 984.457 í ársbyrjun 2017.

En, nei, biskup fer fram á launahækkun og fær laun upp á 1.553.359.

Skýringarnar voru þær að það væri svo íþyngjandi að þurfa að borga 90.000 leigu fyrir 400 fermetra íbúð á besta stað í bænum.

Þá var nefnt til réttlætingar að biskupinn væri forstjóri ríkisstofnunar. Sem er auðvitað skondið í ljósi þess að forsvarsmenn kirkjunnar hamast þess á milli við að halda því fram að kirkjan sé ekki ríkisstofnun.

Gott og vel, þetta eru hefðbundnir útúrsnúningar þeirra sem hafa vondan málstað að verja.

En málsvörn biskups gekk gjörsamlega fram af mér þegar farið var að kvarta yfir því að verið væri að leggja biskup í einelti. Þvílík dómsdags vanvirðing við þolendur raunverulegs eineltis.

Og höfum í huga að þetta er fólk sem telur sig sérfræðinga í að aðstoða fólk í erfiðleikum… „já, væna mín (vinur minn) ég skil svo vel hvað þú ert að ganga í gegnum, ég þurfti að ganga í gegn um nákvæmlega sams konar erfiðleika þegar launin mín voru hækkuð um meira en hálfa milljóna á mánuði umfram aðra“.

PS. jú, ég veit að biskup kvartaði ekki sjálf undan eineltinu, einhverjir „stuðningsmenn“ tóku það að sér, en hún hefur heldur séð sóma sinn í að fordæma þetta tal.

Ég tók þátt í ágætum fundi stjórnarskrárfélagsins í Iðnó í gær um kosningu á því ákvæði hvort þjóðkirkja ætti að vera í stjórnarskrá.

Fundurinn var fínn og umræður áhugaverðar, fór vel fram og umræður (að mestu) málefnalegar.

Tvennt sló mig í málflutningi talsmanna kirkjunnar. Tökum annað þeirra fyrir hér.

Kirkjan hefur staglast á því að Hæstiréttur Íslands og Mannréttindadómstóll Evrópu hafi úrskurðað að fyrirkomulag um þjóðkirkju stangist ekki á við mannréttindi.

Nú er Hæstiréttur Íslands auðvitað ekki „merkilegur pappír“ þegar kemur að mannréttindum og málið þar fyrir utan sérhæft. Það snerist aðeins um hvort réttlætanlega væri að greiða einu trúfélagi umfram önnur trúfélög – og bryti ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinna varðandi réttarstöðu trúfélaga. Hæstiréttur tók enga afstöðu til þess hvort þjóðkirkja bryti gegn þeim sem standa utan trúféflaga – enda ekki til umfjöllunar. Og Hæstiréttur tók heldur ekki afstöðu til annarra atriða en fjárhagslegra, enda heldur ekki til umfjöllunar. Og Mannréttindadómstóll Evrópu tók málið til umfjöllunar.

Hitt er að gjarnan er vísað til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu að þjóðkirkja stangist ekki á við mannréttindi. Þetta kemur svo víða fyrir í umræðunni. En það fylgja aldrei neinar tilvísanir. Hvaða úrskurðar eruð verið að vísa til? Það sem ég hef séð – og hef ég nú lesið nokkuð – er engan veginn skýrt eða afgerandi. Nánar um það síðar ef ég fæ engin svör.

Þannig að, ég spyr, hvaða úrskurður er þetta?

Svo var fróðlegur rökstuðningur kirkjunnar talsmanna vegna þessara atriða. Við spurðum ítrekað hver væru rökin fyrir niðurstöðum Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins. Svarið var, jú rétturinn komst að þessari niðurstöðu!

Þannig eru rökin fyrir niðurstöðunni þau að rétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu. Er þetta rökfræðin sem kennd er í guðfræði?