Posts Tagged ‘Hæstiréttur’

Af Hæðstarétti

Posted: desember 7, 2012 in Umræða
Efnisorð:,

Mér hefur sennilega misheyrst allan tímann þegar mér heyrðist talað um „Hæstarétt Íslands“.. og skildi nafnið þannig að þetta væri réttur sem væri hærri, merkilegri og jafnvel réttsýnni öðrum.

Sennilega á þetta að vísa til „Hæðstaréttar“ eða „Hæðastaréttar“, svona einhvers konar brandari sem hæðist að hugmyndinni um réttarkerfi og gerir Íslendinga ítrekað að aðhlátursefni í Evrópu.

Ég tók þátt í ágætum fundi stjórnarskrárfélagsins í Iðnó í gær um kosningu á því ákvæði hvort þjóðkirkja ætti að vera í stjórnarskrá.

Fundurinn var fínn og umræður áhugaverðar, fór vel fram og umræður (að mestu) málefnalegar.

Tvennt sló mig í málflutningi talsmanna kirkjunnar. Tökum annað þeirra fyrir hér.

Kirkjan hefur staglast á því að Hæstiréttur Íslands og Mannréttindadómstóll Evrópu hafi úrskurðað að fyrirkomulag um þjóðkirkju stangist ekki á við mannréttindi.

Nú er Hæstiréttur Íslands auðvitað ekki „merkilegur pappír“ þegar kemur að mannréttindum og málið þar fyrir utan sérhæft. Það snerist aðeins um hvort réttlætanlega væri að greiða einu trúfélagi umfram önnur trúfélög – og bryti ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinna varðandi réttarstöðu trúfélaga. Hæstiréttur tók enga afstöðu til þess hvort þjóðkirkja bryti gegn þeim sem standa utan trúféflaga – enda ekki til umfjöllunar. Og Hæstiréttur tók heldur ekki afstöðu til annarra atriða en fjárhagslegra, enda heldur ekki til umfjöllunar. Og Mannréttindadómstóll Evrópu tók málið til umfjöllunar.

Hitt er að gjarnan er vísað til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu að þjóðkirkja stangist ekki á við mannréttindi. Þetta kemur svo víða fyrir í umræðunni. En það fylgja aldrei neinar tilvísanir. Hvaða úrskurðar eruð verið að vísa til? Það sem ég hef séð – og hef ég nú lesið nokkuð – er engan veginn skýrt eða afgerandi. Nánar um það síðar ef ég fæ engin svör.

Þannig að, ég spyr, hvaða úrskurður er þetta?

Svo var fróðlegur rökstuðningur kirkjunnar talsmanna vegna þessara atriða. Við spurðum ítrekað hver væru rökin fyrir niðurstöðum Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins. Svarið var, jú rétturinn komst að þessari niðurstöðu!

Þannig eru rökin fyrir niðurstöðunni þau að rétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu. Er þetta rökfræðin sem kennd er í guðfræði?

Að blogga eða blogga ekki

Posted: júlí 10, 2012 in Spjall, Umræða
Efnisorð:, ,

Ég ákvað fyrr í sumar að hætta að blogga í kjölfar fráleitrar afgreiðslu Hæstaréttar á meiðyrðamáli sonarins og sinnuleysi fjölmiðla, annarra en DV.

Hæstiréttur hefur nú verið beðinn um nánari skýringar og í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu eru nú góðar líkur á farsælli lausn. Þetta verður tíma- og kostnðarfrekt en ég hef fulla trú á að þetta endi vel. Undarlegir dómar íslenskra dómara eru sem sagt ekki endanlegur dómur.

Ég velti því samt enn fyrir mér hvort það geti verið þess virði að standa í því stríði sem sonurinn hefur gengið í gegnum. Það eitt að vita af þöggunartilburðum íslenska réttarkerfisins er kannski næg fæling.

Ég setti þetta blogg hér af stað eftir að ég hætti að blogga á Eyjunni, aðallega hugsað fyrir fréttir af okkur og fjölskyldunni og einhverjar, til þess að gera, ómerkilegar skoðanir og hugmyndir.

En kannski afdráttarlaus dómur Mannréttindadómstólsins verði til að íslenskir dómstólar hugsa sinn gang.

Og kannski er þess virði að taka aftur upp þráðinn.

Opið bréf til Hæstaréttar

Posted: júlí 3, 2012 in Umræða
Efnisorð:

Sendi örfáar spurningar til Hæstaréttar vegna synjunar réttarins á því að fjalla um mál Andrésar Helga.

Bréfið birtist á DV hér http://www.dv.is/blogg/kjallari/2012/7/3/opid-bref-til-haestarettar/.

.