Ég ákvað fyrr í sumar að hætta að blogga í kjölfar fráleitrar afgreiðslu Hæstaréttar á meiðyrðamáli sonarins og sinnuleysi fjölmiðla, annarra en DV.
Hæstiréttur hefur nú verið beðinn um nánari skýringar og í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu eru nú góðar líkur á farsælli lausn. Þetta verður tíma- og kostnðarfrekt en ég hef fulla trú á að þetta endi vel. Undarlegir dómar íslenskra dómara eru sem sagt ekki endanlegur dómur.
Ég velti því samt enn fyrir mér hvort það geti verið þess virði að standa í því stríði sem sonurinn hefur gengið í gegnum. Það eitt að vita af þöggunartilburðum íslenska réttarkerfisins er kannski næg fæling.
Ég setti þetta blogg hér af stað eftir að ég hætti að blogga á Eyjunni, aðallega hugsað fyrir fréttir af okkur og fjölskyldunni og einhverjar, til þess að gera, ómerkilegar skoðanir og hugmyndir.
En kannski afdráttarlaus dómur Mannréttindadómstólsins verði til að íslenskir dómstólar hugsa sinn gang.
Og kannski er þess virði að taka aftur upp þráðinn.