Sarpur fyrir ágúst, 2023

Rosenborgar rökleysan

Posted: ágúst 31, 2023 in Fótbolti, Spjall
Efnisorð:, ,

Ég nefndi í framhjáhlaupi í grein um leik Breiðabliks og KR að mér þætti ekki til fyrirmyndar að keppninautar liðsins reyndu að nýta sér leikjaálag Blika með því að spila fast og leggja leikmenn í hættu. Kannski var þetta ekki meðvitað, kannski sáu liðin tækifæri – en líklegasta skýringin er nú að þetta hafi verið minn misskilningur.

Í framhaldinu hófust umræður við ágæta félaga um hvort það væri íslenskum fótbolta til góðs að stórar fjárhæðir kæmu til íslenskra félaga.

Ég hef svona í mínum gamaldags hugsunarhætti viljað sjá íslenskum liðum ganga vel, sjá íslenskan fótbolta fá tækifæri til að bæta þróun og uppbygginu. Allt hjálpar til við að byggja upp og koma okkur upp á næsta þrep.

Að ég tali nú ekki um að koma upp aðstöðu þannig að íslensk félagslið og landslið séu ekki á endalausum undanþágum til að fá að leika heimaleikina á Íslandi.

Og auðvitað hef ég ákveðnar skoðanir á hvaða félög myndu nýta þetta best.

Það er svo ansi sláandi hversu mikið er staglast á rökleysunni um Rosenborg í Noregi þegar verið er að tala um að það sé ekki „gott“ fyrir íslenskan fótbolta að fá fjármagn til frekari uppbyggingar. Þetta er auðvitað þekkt rökleysa – úr fyrsta hefti rökleysubókarinnar – þeas. taka eitt stakt dæmi og alhæfa út frá því..

Ef einhver vill halda því fram að það sé ekki „gott“ fyrir íslenskan fótbolta að fá inn fjármagn til uppbyggingar þá kalla ég eftir almennum upplýsingum og gögnum sem sýna að fjármagn kemur sér illa fyrir fótboltann í því landi sem það skilar. Ef þær upplýsingar og gögn eru ekki til staðar þá væri ég alveg til í að heyra ekki aftur meira af þessu Rosenborgar tali.

Og á hinn bóginn, ef hægt er að sýna fram á þetta sé skelfilegt fyrir starfið í viðkomandi landi, er þá ekki sjálfgefið að hætta að senda lið í Evrópukeppnir? Eða hætta fyrir riðlakeppni?

Kannski fyrst þurfi nú að skilgreina hvað er „gott“ og hvað er ekki „gott“.

Það sem ég er enn ekki að ná að hugsa eða skilja er, já-ég-myndi-vilja-að-mitt-lið-fengi-svona-peninga-en-það-væri-ekki-gott-fyrir-íslenskan-fótbolta-og-ég-vil-frekar-að-peningarnir-endi-í-öðrum-löndum-en-hjá-keppinautum-míns-félags. Þetta er einhvers konar “ég vil frekar að íslenskur fótbolti staðni og mitt lið geti safnað verðlitlum titlum”. Betra að vera stórt síli í lítilli tjörn en að þora að..

Leikjaálag í fótboltanum

Posted: ágúst 22, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:,

Umræðan um mikið og ójafnt leikja álag í meistaraflokki karla hefur ekki farið fram hjá mér.

Fyrir það fyrsta, þá er engin töfralausn, það eru of margir óvissuþættir og oft margt sem er ekki vitað fyrirfram, td.

  • hvaða liðum kemur til með að ganga vel í Evrópukeppnum
  • hvaða lið detta fljótlega úr bikarkeppninni
  • hvaða lið eiga leikmenn í landsliðum

Ég held samt að það megi geri aðeins betur og auka líkurnar á að leikjaálagið dreifist betur, vonandi gengur það vel í Evrópu á næstu árum að þetta verið raunhæft vandamál.

Fjórar hugmyndir gætu hjálpað til:

  • liðin sem eru í Evrópukeppnum mæti einni umferð seinna í bikarkeppnina en önnur
  • umferðum á Íslandsmótinu verði fækkað um eina (eða fimm), hætta þessari aukakeppni í lokin og annað hvort fara aftur í gamla fyrirkomulagið eða hafa 14 liða deild og tvöfalda umferð – seinni leiðin gæti orðið til að við fáum mikið af ‘tilgangslausum’ leikjum, en það er hvort sem er að gerast með þessari úrslitakeppni
  • stýra umferðatöflunni þannig að liðin sem keppa í Evrópu mætist í sömu umferð og spili sína leiki fyrri hluta móts – þetta er auðvitað á skjön við þá hugmynd að handahóf eigi að ráða dagskránni, en það er hvort sem er farið með stöðugum tilfæringum og frestunum [það má hafa í huga að það er ekkert sem segir að sömu lið þurfi að mætast í "viðsnúinni” umferð]
  • hafa bikar umferðir í landsleikjahléum – jú, gæti komið ójafnt niður á liðunum, en þetta er spurning um forgangsröðun og að finna leið til að minnka “skaðann”

Ég vil hvetja forsvars- og talsfólk ríkiskirkjunnar að viðbættum fyrrum ráðherra að tjá sig endilega sem mest um kirkjuna og trúmál.

Nú er ekkert leyndarmál að ég er ekki trúaður en mér finnst í góðu lagi að aðrir séu trúaðir og tilheyri hverju því trúfélagi sem það vill – bara á meðan það er ekki verið að "abbast" upp á mig og láta mig borga brúsann.

Ég hef tekið þátt í að tala fyrir breyttu fyrirkomulagi og unnið með ýmsum hópum.

En það virðist ekki þörf á þessu lengur.

Talsfólk ríkiskirkjunnar er að skjóta sig í hvern fótinn á "fætur" öðrum og sjálfsagt að láta þau um verkefnið.

PS. Eiginlega liggur við að ég finni til með þeim fjölmörgu sem eru heiðarlegir í sinni trú.

Blikar á Parken

Posted: ágúst 2, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:, ,

Ekki kemst ég á leik Breiðabliks á Parken í undankeppni meistaradeildar Evrópu..

En ég sá haft eftir Óskari Hrafni að það gæfi honum ekki mikið að liðið hafi spilað vel í fyrra leiknum í ljósi þess að leikurinn tapaðist.

Auðvitað má deila um hversu vel liðið hafi spilað þegar það fær svona mörk á sig – og á hinn bóginn nýtir ekki færin betur.

En.. við skulum ekki gleyma að liðið spilið stóran hluta leiksins mjög vel og skapaði talsvert af færum, eiginlega ótrúlegt að skora ekki..

Eina leiðin til að koma íslenskum fótbolta á betri stað er að liðin þori – og geti – spilað fótbolta. Það er ekkert svo langt síðan íslensk lið fóru illa út úr Evrópuleikjum og áttu í besta falli sómasamlega baráttu í tapi í vonlausum leikjum. Breiðablik hefur verið fremst í að þróa íslenskan fótbolta, bæði í karla og kvennaflokki og vonandi fylgja fleiri félög, það eru þegar merki um að árangur Blika skili sér til annarra félaga – og ekki spillir að árangur Blika er að skila fleiri félögum sætum í Evrópukeppnum.

Nú veit ég (auðvitað) ekkert um það hvernig leikurinn fer í kvöld, mögulega gengur allt á afturfótunum og úrstlitin verða óhagstæð.

En, það er alveg möguleiki á að liðið standi sig vel, og vinni jafnvel upp tapið hér heima. Það sem vekur von er einmitt að liðið getur spilað fótbolta á móti “stórum” liðum.