Leikjaálag í fótboltanum

Posted: ágúst 22, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:,

Umræðan um mikið og ójafnt leikja álag í meistaraflokki karla hefur ekki farið fram hjá mér.

Fyrir það fyrsta, þá er engin töfralausn, það eru of margir óvissuþættir og oft margt sem er ekki vitað fyrirfram, td.

  • hvaða liðum kemur til með að ganga vel í Evrópukeppnum
  • hvaða lið detta fljótlega úr bikarkeppninni
  • hvaða lið eiga leikmenn í landsliðum

Ég held samt að það megi geri aðeins betur og auka líkurnar á að leikjaálagið dreifist betur, vonandi gengur það vel í Evrópu á næstu árum að þetta verið raunhæft vandamál.

Fjórar hugmyndir gætu hjálpað til:

  • liðin sem eru í Evrópukeppnum mæti einni umferð seinna í bikarkeppnina en önnur
  • umferðum á Íslandsmótinu verði fækkað um eina (eða fimm), hætta þessari aukakeppni í lokin og annað hvort fara aftur í gamla fyrirkomulagið eða hafa 14 liða deild og tvöfalda umferð – seinni leiðin gæti orðið til að við fáum mikið af ‘tilgangslausum’ leikjum, en það er hvort sem er að gerast með þessari úrslitakeppni
  • stýra umferðatöflunni þannig að liðin sem keppa í Evrópu mætist í sömu umferð og spili sína leiki fyrri hluta móts – þetta er auðvitað á skjön við þá hugmynd að handahóf eigi að ráða dagskránni, en það er hvort sem er farið með stöðugum tilfæringum og frestunum [það má hafa í huga að það er ekkert sem segir að sömu lið þurfi að mætast í "viðsnúinni” umferð]
  • hafa bikar umferðir í landsleikjahléum – jú, gæti komið ójafnt niður á liðunum, en þetta er spurning um forgangsröðun og að finna leið til að minnka “skaðann”

Lokað er á athugasemdir.