Mikið rosalega getur málflutningur talsmanna ríkiskirkjunnar farið í taugarnar á mér.
Annars ágætur prestur, Davíð Þór Jónsson, er að fárast yfir harðri gagnrýni og spyr hvort kirkjan eigi að bjóða hinn vangann – sem er nú reyndar það sem hún sjálf boðar, svo kaldhæðnislegt sem það er.
Ríkiskirkjan rekur grimmt markaðsstarf, kostað af almannafé, þar sem ítrekað er haldið fram rangfærslum, blekkingum og jafnvel hreinum ósannindum í áróðrinum.
Örfáir einstaklingar eiga það til að benda á rökleysur og rangfærslur – í sínum frítíma – án þess að talsmenn kirkjunnar hafi nokkur svör, þeas. -önnur en að kveinka sér undan umræðunni.
Þannig að ef þið lítið á málefnalega gagnrýni sem löðrung, já, þá megið þið alveg bjóða hinn vangann.
En byrjið kannski á að fylgja öðrum boðskap ykkar í verki, þetta boðorð, þarna, þið munið, sem hefur eitthvað með ljúgvitni að gera.. Eða er það kannski bara orðið líkingamál eins og allt annað hjá ykkur?
Kannski rifja upp eitthvað með bjálka og flísar..