Posts Tagged ‘samviskufrelsi’

Biskup virðist telja að prestar ríkiskirkjunnar eigi að hafa eitthvað sem þau kalla „samviskufrelsi“ til að brjóta lög og hunsa mannréttindi.

Þetta samviskufrelsi virðist bara hanga á einu atriði biblíunnar, þeas. samkynhneigð.. en ég veit ekki til að prestar hafi „samviskufrelsi“ til að brjóta lög eftir bókstaf biblíunnar að öðru leyti, kannski er þetta mín vanþekking.

En það gengur augljóslega ekki að ríkiskirkjan sé ríki í ríkinu og ákveði að fara eftir sínum „sharia“ lögum þegar henni hentar.

Þess vegna legg ég til að söfnuður sem ekki lýsa því afdráttarlaust yfir að þeir fari í einu og öllu að lögum fái ekki krónu úr ríkissjóði.