Fjórir milljarðar á milli vina, hvað er það?

Posted: október 19, 2012 in Trú, Umræða
Efnisorð:, , , ,

Rekstur kirkjunnar kostar fjóra milljarða á ári úr sameiginlegum sjóðum.

Þá er þjónusta presta verðlögð sérstaklega.

Prestar eru á margföldum byrjunarlaunum miðað við aðrar stéttir – fyrir utan greiðslur fyrir athafnir.

Kirkjan segir afdráttarlaust að henni beri ekki að veiti fólki þjónustu nema allir aðilar séu þar meðlimir. Nema þegar hún er í kosningabaráttu, þá segir hún að henni beri skylda til að þjóna öllum.

Kirkjan neitar öðrum söfnum  (ma. kristnum) um afnot af húsnæði sem ríkið á, en eru í umsjón kirkjunnar.

Prestar geta neitað fólki um þjónustu vegna kynhneigðar.

Vill einhver (annar en prestar) hafa ríkiskirkjuna áfram?

Athugasemdir
  1. Guðný Sigurðardóttir skrifar:

    Takk fyrir pistilinn þinn í Mogganum í gær. Ég hefði gjarnan viljað deila honum á Facebook.

  2. Takk, set eitthvað svipað hér á eftir eða í kvöld… það takmarkar möguleikana á birtingu greina að þær birtist líka á bloggi.

  3. Jón Bjarni skrifar:

    Samt spurning að kynna sér þetta aðeins.. Málið er að launagreiðslur ríkisins til presta og biskups byggjast á samningi sem var gerður að mig minnir 1993, þar afhenti Kirkjan ríkinu meirihluta eigna sinna gegn því að ríkið tæki að sér téðar launagreiðslur. Er hér um að ræða líklega stærtstu eignatilfærslu íslenskrar sögu. Það hvort kirkjan verður áfram ríkistrú skv. stjórnarskrá breytir því afar litlu um þessa árlegu fjóra miljarða

    • Það þarf klárlega að taka þennan samning upp, en líkast til þarf kirkjan góðan aðlögunartíma – sem er sjálfsagt mál.

      Fyrsta skrefið er að taka þessa „stefnumótandi ákvörðun“.

      En það var engin tenging á milli verðmætis eignanna og launagreiðslnanna. Enginn veit hvert verðmætið var og mér skilst að jafnvel sé ekki ljóst hvaða jarðir þetta voru. Þá eru engar upplýsingar um hvernig kirkjan eignaðist þessar jarðir.

      Næsta skref er svo kannski að ríkið fá arðinn af jörðunum, eins og er þá renna hlunnindi í vasa presta.

      Einn prestur (eða tveir) reyndi að meta verðmætið og komst að því að heildar verðmætið væri 16 til 17 trilljónir. Sem er um 30-falt verðmæti allra jarða á landinu. Gott og vel, það er ekki lögð mikil áhersla á reiknikunnáttu í guðfræðinni..

  4. Sigurður kristinsson skrifar:

    Afhenda kirkjunni aftur þessar eignir og bjóða þeim bara einkavæðingur og sjá um sig og eignirnar sjálfir eins og allir aðrir trúflokkar og hópar landsins gera. Þeir vilja vera lútherskir borga bara fyrir sig og reka sig sjálfir. Kirkjugarðarnir ættu hinsvegar að vera ríkisdæmi. Fyrst það er bannað að láta brenna sig á esjunni þá á þetta að vera ókeypis ríkisþjónsuta að troða þegnunum ofan í jörðina. Nóg hafa menn borgað í skatta og útsvar um ævina þótt ekki þurfi að gera ættingjana gjaldþrota á þ´vi að jarða mann. Leyfa bálfarir.

    • Já, en bara afhenda þeim þær eignir sem hún getur sýnt fram á að hafa eignast heiðarlega og eðlilega. 1907 er enginn núllpunktur, ef kirkjan vill fara að skoða sögu eignasafnis aftur í tímann þá verður hún að þola að það sé skoðað alla leið.