Ég ætla að greiða atkvæði með tillögum stjórnlagaráðs í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag.
Eitt og annað hefði ég haft öðru vísi ef ég hefði skrifað nýja stjórnarskrá einn og óstuddur. Eins og væntanlega flestir aðrir. Þá eru nokkur smáatriði sem þarf að fínpússa.
Stjórnarskráin – Já
En aðalatriðið er að tillaga að nýrri stjórnarskrá tekur þeirri gömlu fram að flestu ef ekki öllu leyti.
Ég óttast að takist þessi tilraun ekki þá sitjum við uppi með gatslitna, mótsagnakennda og ruglingslega stjórnarskrá.
Auðlindir – Já
Þetta finnst mér sjálfgefið, hver annar ætti að eiga náttúruauðlindirnar?
Kirkjan – Nei
Nei, ríkiskirkja á ekkert erindi í stjórnarskrá
Persónukjör – Já
Þarna hefði ég viljað ganga lengra en tillögur stjórnlagaráðs, en þær eru klárlega til bóta og vonandi upphafið að betri lausn.
Jafnt vægi atkvæði – Já
Ég hef aldrei séð nokkur rök fyrir því að vægi atkvæði í kosningum eiga að vera mismunandi eftir búsetu, kyni, litarhætti eða öðru.
Þjóðaratkvæðagreiðslur – Já
Við eigum auðvitað að nota þjóðaratkvæðagreiðslur og það vantar betri aðferðir og reglur um hvenær og hvernig.