Posts Tagged ‘Samfylkingin’

Styð Skúla Helgason

Posted: febrúar 4, 2018 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Ef svo ólíklega skyldi vilja til að það fari eitthvað á milli mála þá styð ég Skúla Helgason í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Smá bakgrunnur… ég finn mig hvergi á einhverjum pólitískum áttavitum, „vinstra“ fólk kallar mig „hægri“ sinnaðan og öfugt.

Að grunni til vil ég afskipti ríkisins í lágmarki og tel verkefni að öðru jöfnu betur komin í hendur einkaaðilum… það vantar auðvitað mikið á að umhverfið sé í lagi til að þetta virki nægilega vel en það er önnur umræða.

Hins vegar eru ákveðin atriði sem þarf að tryggja að séu í lagi, menntun, heilbrigðiskerfið skipta þar mestu máli. Ekki bara vegna þess að ég vil búa í þjóðfélagi sem leggur áherslu á menntun og heilsu – sem er alveg nægilega góð ástæða – heldur er einfaldlega mjög þjóðhagslega hagkvæmt að hafa þessi atriði í forgangi … svona fyrir þá sem þurfa að reikna alla hluti til enda á „hagfræðinótum“.

Hægri / vinstri skiptir mig engu… ég styð fólk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli og kemur hlutunum í verk.

Þess vegna styð ég Skúla Helgason.

Það má orðið ekki segja neitt eða svara neinu, hversu mikil þvæla og vitleysa sem það annars er… allt er orðið flokkað og afgreitt sem einelti.

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar.. sem ég þori varla að nefna á nafn af ótta við að fá á mig skæðadrífum að ég sé að leggja hana í einelti.. leggur í dag upp með að við séum eineltisþjóðfélag.

Hún tekur tvö dæmi. Í báðum tilfellum er það Vegna þess að einstaklingar sem hafa sóst eftir völdum, þingmennsku og ráðherraembætti hafa látið frá sér fara einstaklega vanhugsuð og illa ígrunduð ummæli, svarað út í hött og hreinlega farið með staðlausa stafi.

Þetta hefur ekkert með einelti að gera. Fólk sem sækist eftir sviðsljósinu og er stöðugt að láta einhverja þvælu frá sér fara verður einfaldlega að sætta sig við að viðkomandi málflutningi sé svarað. Í langflestum tilfellum eru athugasemdirnar málefnalegar og rökstuddar. Í einstaka tilfellum er vissulega gengið of langt en þau ummæli eru fátíð og dæma sig sjálf.

Þetta er ekki einelti. Heldur fyrrum utanríkisráðherra að þetta sé það sem börn sem verða fyrir einelti verði að þola? Að þeim sem stöðugt eru að vekja athygli á eigin rugli sé svarað?

Ég afskrifaði Samfylkinguna fyrir nokkrum vikum vegna óásættanlegs framgangs í stjórnarskrármálinu.

Ég komst ekki að því fyrir víst hvort um viljaleysi eða getuleysi var að ræða. Enda skiptir það engu máli. Ef getan til að klára mikilvæg mál er ekki fyrir hendi þá er ekki mikill tilgangur í að senda þau á þing.

Þarna er fullt af fólki sem ég þekki af góðu einu, margir einstaklingar sem ég er mjög svo sammála og svo aðrir sem ég er fullkomlega ósammála. Talsmaður kuklara, Ólína Þorvarðardóttir, er þarna í framboði og ég á ekki kost á að strika yfir nöfn frambjóðenda í öðrum kjördæmum en mínum.

Samfylkingin rúmar sem sagt margar ólíkar skoðanir. Ég tel mig hvorki jafnaðarmann eða sósíalista, en ég vil að velferðarmálum sé vel sinnt, á þessu er nefnilega nokkur munur. Ég vil að ríkið sinni fáum málefnum, en geri það vel. Þó launamunur þurfi að vera innan einhverra skynsemismarka þá eru kröfur um jöfn laun eitthvað sem ég get ekki tekið undir. Nánar um þetta síðar.

En niðurstaðan er nú samt sú að ég get tekið undir mörg stefnumál Samfylkingarinnar – þeas. þó forsendurnar séu í einhverjum tilfellum ólíkar þá get ég tekið undir niðurstöðurnar að mörgu leyti.

Þá má ekki gleyma því að flokkurinn fékk gífurlega erfitt verkefni eftir síðustu kosningar og þó ég hefði mælt með öðrum leiðum og öðru vísi aðgerðum – þá má ekki taka það af þeim að margt hefur gefist vel og við erum í rauninni í betri aðstöðu en við hefðum mátt leyfa okkur að vona.

En svo eru nokkur mál þar sem ég er fullkomlega ósammála, verst þykir mér sýndarmennska og sópa-undir-teppið aðgerðir í málum sem eru líkleg til að auka vinsældir. Og svo eru þar fyrir utan mál þar sem þau virðast sammála mér – eða ég þeim – en það einfaldlega gerist ekkert.

Eins og ég gagnrýndi bæði Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk fyrir að hafa ekki gert upp við hrunið, þá gagnrýni ég Samfylkinguna fyrir það sama. Vissulega var aðkoma þeirra talsvert skemmri, en það sátu á þingi einstaklingar sem voru ráðherrar 2007-2009 og eru enn í framboði. Ekkert hef ég heyrt um ábyrgð þeirra, hvað þeir hafa lært af hruni og hvernig þeir myndu bregðast öðru vísi við. Kannski hefur þetta komið fram og þá væri fróðlegt að sjá.

Að lokum kemur raunsæi til sögunnar, spurningin um að kjósa „taktískt“. Mér finnst það í rauninni fáránlegt, en kannski er of mikið undir í þetta sinn.