Þröngsýnn

Posted: febrúar 17, 2018 in Umræða
Efnisorð:

Ég játa að ég er þröngsýnn – og skammast mín ekkert fyrir.

Ég hafna hvers kyns hugmyndum og skoðunum sem byggðar eru á fáfræði, rökleysum, stangast á við þekktar staðreyndir, ganga gegn mannréttindum, hanga á langsóttum getgátum og vangaveltum og/eða hafa það eitt sér til stuðnings að byggja á hefð eða sögu.

Ég geri kröfur um upplýsingar, þekkingu, staðreyndir og rök.

Ég hef nefnilega aldrei skilið þetta tal um „víðsýni“, að taka hlutum með „opnum huga“ og reyna að hafa skilning og þolinmæði á hvers kyns vitleysu. Það er til dæmis gott að muna að opinn hugur á það til að fyllast af rusli.

Hvaðan kemur þessi hugsun að „víðsýni“ sé eftirsóknarverð og „þröngsýni“ sé slæm?

Eina víðsýnin sem á við er að vera tilbúinn til að endurskoða afstöðu þegar nýjar upplýsingar koma fram.

Lokað er á athugasemdir.