Posts Tagged ‘Controlling the world from my bed?’

datt inn um bréfalúguna hjá mér um daginn, svona til kynningar, heitir „Controlling the world from my bed“.

Alltaf gaman að fá nýja tónlist, ég geri reyndar allt of lítið af því að bera mig eftir nýjunum þessa dagana. Eins og gengur er efni sem dettur inn mis gott – og jafnvel þó það sé gott, mis mikið fyrir minn (stórskrýtna) smekk.

En Casio Fatso komu ánægjulega á óvart.. skemmtilegt „sánd“, kannski sérstaklega gítararnir, flott lög og fínn „character“ (hvað sem ég svo aftur meina með því).

En, enn sem komið er einn af bestu diskum ársins og á eftir að vera á spilunarlistunum („playlistum“) mínum.