Posts Tagged ‘Frídagar’

Frídagar, endurskoða??

Posted: ágúst 2, 2016 in Spjall, Umræða
Efnisorð:

Næsta átta og hálfan mánuðinn er einn almennur frídagur.

Annar í jólum, 26. desember, er eini frídagurinn þar til svokallaður Skírdagur dettur inn 13. apríl 2017.

Er ekki löngu kominn tími til að endurskoða þetta frídaga kerfi?

Það er auðvelt að stilla frídögum ársins upp þannig að þeir verði að jafnaði jafn margir á hverju ári og þeir eru með núverandi kerfi. En í stað þess að sum árin sé nánast enginn frídagur og önnur endalausir frídagar, þá má jafna þetta á frekar einfaldan hátt.

Ég setti fram hugmynd í grein á Eyjunni fyrir nokkru, sem er vert að rifja upp.

 • síðasti virki dagur hvers árs verður frídagur – heill, ekki hálfur
 • síðasti virki dagur fyrir 25. desember, oftast 24. desember – líka heill frídagur
 • fyrstu tveir virkir dagar eftir 24. desember
 • fyrsti virki dagur hvers árs
 • síðasti föstudagur fyrir 16. júní (vegna 17. júní)
 • fyrsti mánudagur í maí (í stað 1. maí)
 • fyrsti mánudagur í ágúst (óbreyttur frídagur verslunarmanna)
 • fyrsti mánudagur í júní (nýr frídagur, td. sjómanna)
 • löng páskahelgi óbreytt, en mætti gjarnan festa við fyrstu helgi í apríl
 • uppstigningardagur dettur út
 • annar í hvítasunnu dettur út
 • sumardagurinn fyrsti dettur út

Betri frídaga

Posted: maí 27, 2013 in Umræða
Efnisorð:

Ég skrifaði pistil á Eyjuna fyrir nokkrum árum um betra fyrirkomulag frídaga.

Þessi umræða dúkkar alltaf öðru hverju upp en ekkert virðist gerast.

Það má koma frídögunum talsvert betur fyrir þannig að frítími og vinnutími nýtist betur, bæði fyrir atvinnurekendur og starfsfólk.

Þetta er hægt án þess að fækka eða fjölga frídögum, það má jafnvel koma þessu þannig fyrir að þeir verði jafnmargir á hverju ári, í stað þess að stundum sé nánast vika í frí yfir jólin og í önnur skipti sé varla frí.

Aðferðin er ekki flókin.

Sleppum hálfum frídögum, eins og gamlársdag og aðfangadegi.

Höfum frídag:

 • síðasta virka dag hvers árs
 • síðasta virka dag fyrir 25. desember
 • fyrstu tvo virka daga eftir 24. desember
 • fyrsta virka dag hvers árs
 • síðasta föstudag fyrir 16. júní, í stað 17. júní
 • fyrsta mánudag í maí, í stað 1. maí
 • fyrsta mánudag í ágúst, frídagur verslunarmanna
 • fyrsta mánudag í júní, frídagur sjómanna – eða föstudag fyrir fyrsta sunnudag í júní
 • páskana óbreytta, en það mætti festa þá við fyrstu helgi í apríl

Leggjum í staðinn af:

 • sumardaginn fyrsta
 • uppstigningardag
 • annan í hvítasunnu