Næsta átta og hálfan mánuðinn er einn almennur frídagur.
Annar í jólum, 26. desember, er eini frídagurinn þar til svokallaður Skírdagur dettur inn 13. apríl 2017.
Er ekki löngu kominn tími til að endurskoða þetta frídaga kerfi?
Það er auðvelt að stilla frídögum ársins upp þannig að þeir verði að jafnaði jafn margir á hverju ári og þeir eru með núverandi kerfi. En í stað þess að sum árin sé nánast enginn frídagur og önnur endalausir frídagar, þá má jafna þetta á frekar einfaldan hátt.
Ég setti fram hugmynd í grein á Eyjunni fyrir nokkru, sem er vert að rifja upp.
- síðasti virki dagur hvers árs verður frídagur – heill, ekki hálfur
- síðasti virki dagur fyrir 25. desember, oftast 24. desember – líka heill frídagur
- fyrstu tveir virkir dagar eftir 24. desember
- fyrsti virki dagur hvers árs
- síðasti föstudagur fyrir 16. júní (vegna 17. júní)
- fyrsti mánudagur í maí (í stað 1. maí)
- fyrsti mánudagur í ágúst (óbreyttur frídagur verslunarmanna)
- fyrsti mánudagur í júní (nýr frídagur, td. sjómanna)
- löng páskahelgi óbreytt, en mætti gjarnan festa við fyrstu helgi í apríl
- uppstigningardagur dettur út
- annar í hvítasunnu dettur út
- sumardagurinn fyrsti dettur út