Posts Tagged ‘trúfélög’

Svelgist kirkjunni á matnum?

Posted: september 10, 2014 in Stjórnmál, Trú
Efnisorð:, ,

Ég verð að játa að ég skil ekki almennilega áherslurnar í nýju fjárlagafrumvarpi þegar kemur að útgjöldum til kirkjunnar. Eða réttara sagt, ég á ekki til orð.

Ég get til að mynda ekki með nokkru móti skilið hvers vegna flokkur – sem í orði vill draga saman umsvif ríkissjóðs – eykur í verki framlög af almannafé til reksturs persónulegra mála eins og trúfélaga.

Það er ekki svo að það hafi staðið steinn yfir steini í útreikningum eða málflutningi kirkjunnar þar sem þeir töldu sig þurfa á „leiðréttingu“ að halda. Það hefur marg sinnis verið sýnt fram á að þeir útreikningar standast ekki.

Á sama tíma er skattur á matvæli hækkaður. Þessi hækkun kemur mest niður á barnafjölskyldum og þeim sem minnst hafa aflögu. Þetta er jú sú neysla sem hvað erfiðast er að skera niður.

Skyldi kirkjunni svelgjast á þessu?

Ég held að dagurinn í dag verði ekki síður merkilegur í sögubókunum.

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um jafnrétti lífsskoðunarfélaga með miklum mun. Nú fá félög eins og Siðmennt tækifæri á að láta skrá sig og sitja við sama borð og önnur félög um lífsskoðanir.

Ég ætla svo sem ekki að svekkja mig á því hversu langan tíma þetta tók. Og ekki ætla ég að velta vöngum yfir hvers vegna örfáir þingmenn settu sig upp á móti svo sjálfsögðu jafnræði – eða hver rótin er að svona skorti á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra.

En ég ætla að þakka þeim sem málið studdu. Takk og til hamingju.