Posts Tagged ‘Lífsskoðunarfélög’

Ég held að dagurinn í dag verði ekki síður merkilegur í sögubókunum.

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um jafnrétti lífsskoðunarfélaga með miklum mun. Nú fá félög eins og Siðmennt tækifæri á að láta skrá sig og sitja við sama borð og önnur félög um lífsskoðanir.

Ég ætla svo sem ekki að svekkja mig á því hversu langan tíma þetta tók. Og ekki ætla ég að velta vöngum yfir hvers vegna örfáir þingmenn settu sig upp á móti svo sjálfsögðu jafnræði – eða hver rótin er að svona skorti á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra.

En ég ætla að þakka þeim sem málið studdu. Takk og til hamingju.