Posts Tagged ‘Gaukurinn’

Eitt mesta stemmingslag frá upphafsárum punk-tímabilsins var lagið If The Kids Are United með Sham 69.

Ég man eftir að fara í fyrsta skipti til London haustið 1978 með Hálfdáni, Hákoni og Stebba. Fyrsta lagið sem við heyrðum þegar við kveiktum á útvarpinu á hótelinu okkar, YMCA við enda Oxford Street, var Sunday Morning Nightmare – Stebbi orðaði það eitthvað á þá leið að nú væri heldur betur búið að „hringja til messu“. Frábært lag, en þetta var bara B-hliðin á lítilli plötu – á hinni hliðinni var aðallagið, If The Kids Are United.

Við hlustuðum talsvert á Sham 69, reyndar aðallega litlar plötur, og við Fræbbblar spiluðum lagið Hurry Up Harry á fyrstu mánuðum ferilsins.

Þegar við tókum svo upp á því fyrir nokkrum árum að minnast upphafsára punksins – meðlimir Fræbbblanna og margra annarra hljómsveita sem voru að spila á þessum árum – þá var If The Kids Are United lokalagið (Fivebellies tóku líka Borstal Breakout).

Sham 69 spila á Gauknum næsta föstudagskvöld, 17. nóvember… við Fræbbblar verðum með, líka Leiksvið Fáránleikans og Roð…

Frábært!

Sham69B

TV Smith í dag

Posted: júní 13, 2015 in Umræða
Efnisorð:,

Breski tónlistarmaðurinn TV Smith spilar á Gauknum í kvöld. Flestir tengja hann við upphafsár punksins á Englandi og hljómsveitina The Adverts, sem átti nokkur þekkt lög og mikils metna stóra plötu.

En það er kannski ekki alveg sanngjarnt. Það er langt síðan og hann hefur gefið út fullt af efni síðan og spilað á ég-veit-ekki-hversu-mörgum hljómleikum – ýmist einn eða í öðrum hljómsveitum. Kannski hafa margir einmitt afskrifað hann vegna tengingarinnar við punkið.

Ég fer nokkuð á hljómleika, bæði „nýja“ og „gamla“ listamenn. Oftast eru þeir „gömlu“ einhverjir sem ég hef hlustað á fyrir einhverjum árum og eru auðvitað misjafnir. En ef það er einhver þráður, eða eitthvað sem ég hef þó „lært“, er að þeir sem enn er að semja og gefa út efni eru yfirleitt miklu betri en þeir sem bara koma saman til að spila gamla efnið sitt. Ég veit ekki af hverju, en það virðist nokkuð góð fylgni þarna á milli.

Það er til dæmis fín hugmynd að skoða nýlegt lag.. „TV Smith, I delete

Ég kíkti á Gaukinn föstudagskvöldið á Reggae kvöld hjá þeim.. skemmtileg hugmynd.. og sá Ojba Rasta.

Ég hef fylgst með hljómsveitinni í nokkur ár og hún er klárlega ein besta hljómsveit landsins – og auðvitað ekki bara landsins. En frábærir hljómleikar, og gaman að sjá hversu „sjóuð“ þau eru orðin og ekki síður að finna hvað þeim finnst þetta gaman sjáfum.

Þaðan lá leiðin á Rokkbarinn í Hafnarfirði – náði reyndar ekki öllu seinna „settinu“ hjá Ojba Rasta vegna leigbílaferðasparnaðar – og náði þar þremur hljómsveitum að hluta amk. Casio Fatso þétt og flott alvöru rokkhljómsveit sem ég þarf að ná að sjá aftur. Morgan Kane hafa sennilega aldrei verið betri, það vantaði að vísu hljómborðsleikara, söngkonu (Tinnu, ef ég man rétt) og hljómsveitin hljómaði óneitanlega öðru vísi án hennar. Ég hef eiginlega alveg tvær skoðanir, hljómborðin og röddin gera heilmikið en í hina röndina er ég alltaf hrifinn af einföldum rokkhljómsveitum. Dorian Gray voru svo þrælgóðir, einverra hluta vegna minna þeir mig á Paul Weller / Style Council og Placebo… án þess að hljóma í rauninni nokkuð líkt hvorugum þeirra, bara einhver tilfinning, og þeir kunna mér væntanlega litlar þakkir fyrir tenginguna – en er nú samt hrós.

Þá verð ég að hrósa Íslenska Rokkbarnum fyrir að vera til, óneitanlega svolítið út úr leið, en frábært að einhver skuli nenna að standa í að reka svona stað.

PS. hvaðan kemur annars þessi lína að láta hljómsveitir heita eftir einhverjum? ekki svo að skilja að það sé verra en eitthvað annað, en skrýtið.