Breski tónlistarmaðurinn TV Smith spilar á Gauknum í kvöld. Flestir tengja hann við upphafsár punksins á Englandi og hljómsveitina The Adverts, sem átti nokkur þekkt lög og mikils metna stóra plötu.
En það er kannski ekki alveg sanngjarnt. Það er langt síðan og hann hefur gefið út fullt af efni síðan og spilað á ég-veit-ekki-hversu-mörgum hljómleikum – ýmist einn eða í öðrum hljómsveitum. Kannski hafa margir einmitt afskrifað hann vegna tengingarinnar við punkið.
Ég fer nokkuð á hljómleika, bæði „nýja“ og „gamla“ listamenn. Oftast eru þeir „gömlu“ einhverjir sem ég hef hlustað á fyrir einhverjum árum og eru auðvitað misjafnir. En ef það er einhver þráður, eða eitthvað sem ég hef þó „lært“, er að þeir sem enn er að semja og gefa út efni eru yfirleitt miklu betri en þeir sem bara koma saman til að spila gamla efnið sitt. Ég veit ekki af hverju, en það virðist nokkuð góð fylgni þarna á milli.
Það er til dæmis fín hugmynd að skoða nýlegt lag.. „TV Smith, I delete„