Kíkti á stutta kynningu TV Smith á Lucky Records.. gaman að hitta hann og heyra nokkur lög. Fyrrum trommari Adverts mætti á staðinn, sá býr á Íslandi.
Mætti svo í fimmtugsafmæli Júlíusar (Ólafssonar) á Dillon. Júlli hélt auðvitað upp á afmælið að hætti hússins (eða heimilisins) og bauð TV Smith að koma til landsins. Á Dillon spiluðu Caterpillar Men á undan TV Smith.. Caterpillarmen eru flott hljómsveit og engu upp á þá logið, þeas. að þeir gætu hæglega orðið næsta stóra nafnið.
TV Smith var flottur, ótrúlegur kraftur, spilaði einn á kassagítar hátt í tvo tíma.. ekki spillir að hann er með mikið af mjög góðum lögum.