Svei mér þá ef TV Smith er ekki að koma að spila í bænum næstu helgi.
Fyrir þá sem ekki vita hver TV Smith er.. þá var hann „forsprakki“ hljómsveitarinnar The Adverts.
The Adverts áttu nokkur skemmtileg lög þegar punkið stóð sem hæst á Englandi. Ég held að það sé varla gefin út safnplata með lögum frá upphafsárum punksins sem ekki er með Gary Gilmore’s Eyes, sem meira að segja fór nokkuð hátt á vinsældalista.
The Adverts notuðu „One Chord Wonders“ (eins hljóms undur) sem einhvers konar slagorð eftir fyrsta laginu sem þau gáfu út. Fyrsta stóra plata hjómsveitarinner, Crossing The Red Sea, er yfirleitt talin með bestu plötum þessara ára.
Ég hef ekki heyrt í TV Smith einum og sér, séð nokkur skemmtileg videó, en Júlíus nokkur Ólafsson hefur nokkrum sinnum séð hann spila á StrummerCamp tónlistarhátíðinni í Manchester… og rauk til og bauð honum til Íslands.
Ég hef verið að kíkja á nokkrar upptökur með honum og hann er eiginlega helv.. góður.
TV Smith spilar á Gauknum næsta laugardagskvöld. Við Fræbbblar spilum með og sömuleiðis hljómsveitin Gímaldin.
Facebook viðburðurinn er hér.. https://www.facebook.com/events/880074648724650/ og þar eru nokkrar tilvísanir í lög.