Hljómleikar á Gauknum

Posted: júní 13, 2015 in Umræða

Við Fræbbblar spiluðum á Gauknum með Gímaldin og TV Smith. Óneitanlega frekar fámennt, en aðalatriðið samt að þetta voru flottir hljómleikar.

Gímaldin hóf dagskrá kvöldins, verulega flottur gítarleikari og sérstakt efni.

Gaukurinn - Gimaldin

Okkur gekk svo sem mjög vel, Gummi trommari reyndar lasinn, en lét engan bilbug á sér finna.. Helgi mætti og spilaði á bassa – þrátt fyrir að hafa gert ráð fyrir að taka frí. Held að þetta hafi verið með okkar betri kvöldum, reyndar er ég ekki frá því að við séum kannski loksins komin á annað .. það gerist orðið varla lengur að við eigum slæman dag. Gummi trommari á stóran þátt í því, hann einfaldlega klikkar ekki, „rock solid“ ef svo má segja.. og eins munar miklu að hafa Rikka á gítar, ég get leyft mér að sleppa því að spila þegar mér sýnist.

TV Smith lauk svo dagskránni.. ekki ósvipað og í gær, mikill kraftur, mjög gott efni og úthaldið ótrúlegt. Við buðum honum að kíkja með okkur á Forréttabarinn milli „sándtékks“ og hljómleika.. en hann vildi frekar slaka á og fá sér eitthvað lítið snarl á gistiheimilinu. Ég spurði hvort hann þyrfti ekki að borða til að halda út svona langa dagskrá, en nei, hann sagðist bara verða slappur ef hann borðaði mikið..

Forréttabarinn já, ekki má gleyma að við fórum þangað, þeas. við Iðunn, Viktor, Gummi, Assi, Stína og Gavin. Gavin er vinur Júlla og kom gagngert til landsins til að mæta í afmælið hans, hefur komið tvisvar áður, með hljómsveitinni Validators / Activators.

Lokað er á athugasemdir.