Allir vinir á sautjánda-júní?

Posted: júní 17, 2015 in Umræða
Efnisorð:

Auðvitað væri fínt að hægt væri að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan án deilna og háværra mótmæla.. Ekki svo að skilja að ég sé mikið fyrir svona hátíðisdaga.. en ég skil svo sem þá sem vilja halda honum utan við dægurþrasið.

En vandamálið liggur ekki hjá þeim sem mótmæla. Vandamálið liggur hjá þeim stjórnmálamönnum sem nota hátíðarhöldin fyrir pólitískan áróður. Þegar það er gert, og gert með rangfærslum og rembingi.. þá getur það ekki annað kallað á svör. Eða hvernig dettur mönnum í hug að nota svona dag í ómerkilegan pólítískan áróður – og fyrstast svo við og móðgast ef einhver dirfist að viðra aðrar skoðanir?

Í sjálfu sér eiga stjórnmálamenn ekkert erindi á hátíðarhöldin, forsetinn kannski, þeas. ef við ættum betri forseta.

En ef menn vilja hafa þetta dag sameiningar.. þá er bara að ganga á undan með góðu fordæmi.

Lokað er á athugasemdir.