Kannski er ég bara að röfla.. annað eins hefur nú gerst.
Og kannski er þetta fáránleg hugmynd.. en stundum er gott að velta upp fáránlegum hugmyndum.
Og kannski hefur þetta verið skoðað og slegið af.eftir vandlega skoðun.
En, svo það sé á hreinu þá á ég engar hagsmuna að gæta, nema kannski minn hluta í betri efnahag.
En ég get ekki gert að því að velta fyrir mér eftir umræðurnar um skatt á flutninga fjármagns kröfuhafa úr landi.. stöðugleikaskatt eins og það heitir víst á nýmáli.
Hefur sem sagt engum dottið í hug að það sé ekki endilega besta leiðin að reyna að koma í veg fyrir flutning fjármagns úr landi að beita boðum, bönnum, skattlagningu og hvers kyns lagakrókum.
Gæti mögulega hugsanlega verið betri leið að búa svo um hnútana að þeir sem eiga þetta fjármagn vilji frekar fjárfesta hér á landi en að koma peningunum eins fljótt og hægt er úr klóm okkar? Gæti jafnvel skilað meiri „hagsæld“ en fyrirhugaðar skatttekjur? Mögulega laðað enn fleiri fjárfesta?