Posts Tagged ‘Rokkbarinn’

Ég kíkti á Gaukinn föstudagskvöldið á Reggae kvöld hjá þeim.. skemmtileg hugmynd.. og sá Ojba Rasta.

Ég hef fylgst með hljómsveitinni í nokkur ár og hún er klárlega ein besta hljómsveit landsins – og auðvitað ekki bara landsins. En frábærir hljómleikar, og gaman að sjá hversu „sjóuð“ þau eru orðin og ekki síður að finna hvað þeim finnst þetta gaman sjáfum.

Þaðan lá leiðin á Rokkbarinn í Hafnarfirði – náði reyndar ekki öllu seinna „settinu“ hjá Ojba Rasta vegna leigbílaferðasparnaðar – og náði þar þremur hljómsveitum að hluta amk. Casio Fatso þétt og flott alvöru rokkhljómsveit sem ég þarf að ná að sjá aftur. Morgan Kane hafa sennilega aldrei verið betri, það vantaði að vísu hljómborðsleikara, söngkonu (Tinnu, ef ég man rétt) og hljómsveitin hljómaði óneitanlega öðru vísi án hennar. Ég hef eiginlega alveg tvær skoðanir, hljómborðin og röddin gera heilmikið en í hina röndina er ég alltaf hrifinn af einföldum rokkhljómsveitum. Dorian Gray voru svo þrælgóðir, einverra hluta vegna minna þeir mig á Paul Weller / Style Council og Placebo… án þess að hljóma í rauninni nokkuð líkt hvorugum þeirra, bara einhver tilfinning, og þeir kunna mér væntanlega litlar þakkir fyrir tenginguna – en er nú samt hrós.

Þá verð ég að hrósa Íslenska Rokkbarnum fyrir að vera til, óneitanlega svolítið út úr leið, en frábært að einhver skuli nenna að standa í að reka svona stað.

PS. hvaðan kemur annars þessi lína að láta hljómsveitir heita eftir einhverjum? ekki svo að skilja að það sé verra en eitthvað annað, en skrýtið.

Við Fræbbblar tókum þátt í opnunarhátíð Rokkbarsins í Hafnarfirði í gær.

Óska þeim aftur til hamingju með frábært framtak og vona að þetta gangi vel hjá þeim.

Ég missti, því miður, af fyrstu hljómsveitunum, en PungSig voru flottir, eins og áður, mikill kraftur og þétt keyrsla. The Wicked Strangers er líka mjög flott hljómsveit, ég veit ekki hvar ég ætti að staðsetja þá – enda fullkomlega tilgangslaust – mjög þétt, skemmtilegar lagasmíðar og flott sviðsframkoma. Elín Helena er hins vegar hljómsveit sem ég hef ekki séð áður – og komu all hressilega á óvart, einhver sérstæðasta hljómsveit sem ég hef lengi séð. Ótrúlegur kraftur, tveir söngvarar, sem báðum var meira niðri fyrir en Einar Erni á upphafsárum Purrksins.

Rokkbars-opnunar-hátíð

Posted: apríl 18, 2013 in Tónlist
Efnisorð:,

Íslenski Rokkbarinn er að opna í Hafnarfirði þessa dagana, að Dalshrauni 13.

Opnunarhátíðin hófst í gær og stendur fram á laugardag.

Frábært að sjá nýjan stað sem ætlar sér að vera með lifandi tónlist með rokk sem „flaggskipið“.

Við Fræbbblar spilum í kvöld ásamt fjölda annarra – Pungsig, Norn, Sindri Eldon & The Ways, The Wicked Strangers og Elín Helena.

Þá er ekki verra að það er frítt inn og til að toppa það þá er „happy hour“ frá 20:00-22:00.