Við Fræbbblar tókum þátt í opnunarhátíð Rokkbarsins í Hafnarfirði í gær.
Óska þeim aftur til hamingju með frábært framtak og vona að þetta gangi vel hjá þeim.
Ég missti, því miður, af fyrstu hljómsveitunum, en PungSig voru flottir, eins og áður, mikill kraftur og þétt keyrsla. The Wicked Strangers er líka mjög flott hljómsveit, ég veit ekki hvar ég ætti að staðsetja þá – enda fullkomlega tilgangslaust – mjög þétt, skemmtilegar lagasmíðar og flott sviðsframkoma. Elín Helena er hins vegar hljómsveit sem ég hef ekki séð áður – og komu all hressilega á óvart, einhver sérstæðasta hljómsveit sem ég hef lengi séð. Ótrúlegur kraftur, tveir söngvarar, sem báðum var meira niðri fyrir en Einar Erni á upphafsárum Purrksins.