Misskilningurinn um útstrikanir í kosningunum

Posted: apríl 19, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Það er sífellt verið að endurtaka ákveðinn grundvallar misskilning varðandi útstrikanir frambjóðenda af listum í komandi þingkosningum.

Það er að segja að útstrikanir skipti engu máli og þess vegna taki því ekki að vera að standa í að strika út þá frambjóðendur sem viðkomandi vill ekki að nái kjöri.

Það er rétt að það þarf mikið af útstrikunum til að þær telji. Hárrétt. En það þarf líka mikið til af atkvæðum til að þau telji. Þetta er nefnilega þannig að á endanum telur útstrikunin jafnmikið og atkvæðið.

Þessi endurtekna bábilja hefur hins vegar orðið til þess að það nýta sér ekki allir þennan möguleika, þrátt fyrir að vilja aðra frambjóðendur en þá sem framboðið stillir upp.

Þannig styður þessi bábilja sjálfa sig, kjósendum er talið trú um að það breyti engu að strika út frambjóðendur og láta það þess vegna vera. Sem verður til þess að sjaldnast eru nægilega margar útstrikanir til að skipta máli.

Það sama gildir auðvitað um endurröðun á lista.

Lokað er á athugasemdir.