Aðeins meira um útstrikanir

Posted: apríl 20, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Útstrikanir eru ágætis tæki fyrir kjósendur til að koma skoðunum sínum til skila og greiða atkvæði að sínu skapi og hafa áhrif á hverjir ná kjöri.

Það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Útstrikanir virka aðeins innan kjördæmis. Kjósandi getur engin áhrif haft á hvernig atkvæði nýtast einstökum frambjóðendum við úthlutun jöfnunarsæta.

Tökum dæmi. Ég er Reykjavík og ef við gefum okkur að ég hefði viljað kjósa Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, sem ég gerði ekki, en ekki viljað gefa Árna Johnsen mitt atkvæði þá hefði ekki getað gert neitt til að koma í veg fyrir að hann gæti nýtt atkvæði mitt fyrir jöfnunarsæti.

Lokað er á athugasemdir.