Er einfaldast að skattleggja hjólbarða?

Posted: júlí 13, 2022 in Samfélag

Án þess að hafa kannski hugsað alveg til enda..

En smá vangaveltur þegar kemur að því að hugsa hvernig á að kosta vegakerfið.

Er einfaldasta nálgun að skattleggja hjólbarða?

Þetta er greitt óháð tegund eldsneytis, hvar er ekið og mælir þokkaleg vel notkun – stærð dekkja mætti skipta máli.

Svo má reyndar færa rök fyrir því að vegakerfið sé í raun þjónusta við alla, án tillits til hvernig og hversu mikið hver nýtir sér samgöngur – en það er væntanlega önnur umræða.

Athugasemdir
  1. Geir Guðmundsson skrifar:

    Eitt sinn voru háir skattar á hjólbörðum. Það varð til þess að fólk reyndi að láta þá endast fram yfir eðlilegan líftíma, sem stórlega jók hættu á slysum að keyra á ónýtum hjólbörðum.

    • jú, það er auðvitað ákveðin hætta, en það er talsvert dýrara að lenda í tjóni en að vera á góðum dekkjum – og í rauninni krafa eins og hvert annað öryggisatriði – en kannski snúnara að fylgja því eftir