Ábyrgðarlausar vangaveltur um stýrivexti

Posted: maí 5, 2022 in Umræða, Vextir

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti hressilega, að sögn til að reyna að hægja á verðbólgu.

Ég hef aldrei almennilega skilið þessa aðferðafræði – enda ekki hagfræðingur – en mér skilst að þetta sé nú engan vegin óumdeild aðferð. Hugmyndin er að það sé dýrara að taka lán og það dragi þannig úr lántökum. En jafnvel þó þetta virki erlendis, með stöðugum gjaldmiðlum (sem virðist vera allur gangur á), þá er Íslendingurinn sem hætti við að taka lán vegna þess að stýrivextir hækkuðu einhvers staðar með jólasveininum og páskahéranum.

Ef eitthvað er hægt að treysta á lögmál um framboð og eftirspurn þá er jú ein leiðin sú að draga úr eftirspurn eftir lánum. En væri ekki alveg eins líklegt til árangurs að snarlækka stýrivexti og draga þannig úr framboði á lánum? Kannski væru peningar sem annars væru lánaðir í kaup á „þarflausu glingri“ notaðir í fjárfestingar og atvinnuuppbyggingu. Líkast til myndi húsnæðisverð lækka, sem og afborganir af lánum lækka? Og jafnvel verðbólgan?

Ég geri mér grein fyrir að þetta er væntanlega „vankunnáttuhagfræði“ hjá mér og ég á ekkert sérstaklega von á að fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði. en samt, er eitthvað tregur þegar kemur að því að sjá hvers vegna þetta gæti ekki mögulega virkað.. [sem er kannski ekkert nýtt].

Lokað er á athugasemdir.